Mig langar að spurja ykkur hér á huga hvort þið vitið um eitthvað svæði þar sem maður getur látið hundana hlaupa lausir í Mosfellsbæ því ég kem þangað svo oft í bæinn, um hverja helgi en bý úti á landi?
Það er eitt sem fer mikið í taugarnar á mér í Mosó að hestamenn eru á hestumum sínum í hvefunum svo þeir komist upp á hafravatn og þeir stíta á gangstéttir og á grasið og svo þarf ég að vera að leita af hundaskítnum hjá hundinum mínum innan um hrossaskítn. Hvað finnst ykkur um þetta er ekki bannað að vera á hrossum í miðjum bænum?