ömulegt er að heyra þetta. ég er með minn hund í stórri blokk en ég fór með blað meðferðis og fékk undirskriftir hjá öllum í blokkinni, sem betur fer. en þetta átti bara að vera til skamms tíma, en við erum búin að ílengjast hér og liðin eru 2 ár. og enginn hefur kvartað ennþá….. en margir eru fluttir og nýjir komnir í staðinn, ég hef ekkert endurnýjað undirskriftarlistann, mér finnst það óþarfi, ég er búin að hitta marga nýja nágranna og þeir eru alveg hissa að það sé hundur í blokkinni og þau höfðu aldrei heyrt í honum. ég veit þó að ég er algerlega réttindalaus ef einhver kvartar. mér finnst á meðan hundurinn minn er ekki fyrir neinum og veldur engum ama,þá hefur hann fullan rétt á að vera þarna. hvað með fólk sem stundar hestamennsku, að vísu komum við ekki með hestinn heim:), en lyktin og hárin koma heim með manni. og nágranni manns er með hrossaofnæmi, hann getur ekkert gert í því (réttilega). það virðist aukast í þjóðfélaginu okkar að hundar eru að verða nánast réttdræpir út af minnihlutahóp ,sem er örugglega frekar vansælt fólk, sem finnst að hundar eigi að bara að vera í sveit (að elta bíla og traktora)langtum heilbrigðara en að vera í borg, hahahaha. bull, hundar eiga heima hjá fólki sem þykir vænt um þá, rétt eins og lítil börn. hallelúja. en því miður í þínu tilfelli held ég að fýlupúkinn hafi lögin sín megin, því miður, en kannski kemur einhver í hans stað sem elskar hunda :) er hundurinn nokkuð geltinn? ef ekki gætirðu þá bara ekki látið lítið fyrir honum fara þangað til að fúll á móti selur? kannski er það óþarfa áhætta ef allt fer á versta veg. en gangi þér vel og ekki gefast upp:)