Þetta er saga sem ég fann á sömu heimasíðu og hin sagan er á. Ég ákvað að þýða hana því kannski getur hún breytt hugarfari fólks gagnvart hvolpaframleiðslu. Allavega vakið þau til umhugsunar.
Ég veit að þetta er langt, en þið sem nennið að lesa þetta, takk :)
Saga um hvolp frá “hvolpa-framleiðslu” - frá sjónarhóli hvolpsins
Ég man ekki mikið eftir staðnum þar sem ég fæddist. Þar var þröngt og dimmt og það voru aldrei neinar
manneskjur sem léku við okkur. Ég man eftir mömmu og mjúka feldinum hennar, en hún var oft veik og
óskaplega mjó. Hún hafði varla nokkra mjólk handa mér og systkinum mínum. Ég man að mörg þeirra dóu
og hve sárlega ég saknaði þeirra.
En ég man eftir deginum sem ég var tekinn frá mömmu. Ég var svo döpur og hrædd, nýbúin að fá hvolpatennurnar,
og ég hefði í raun átt að vera lengur hjá mömmu, en hún var svo veik, og mannfólkið var alltaf að segja að þau vildu
peninga og voru orðin hundleið á “sóðaskapnum” eftir mig og systir mína. Því vorum við settar í búr og farið
með okkur á einkennilegan stað. Bara við tvær. Við hnipruðum okkur saman og vorum dauðhræddar, enn höfðu engar
mennskar hendur klappað okkur eða elskað okkur.
Svo mörg andvörp og stunur og lykt!! Við vorum í búð sem hafði svo mörg mismunandi dýr! Sum skræktu! Sum mjálmuðu!
Sum tístu! Systir mín og ég vorum saman í kremju inni í litlu búri, ég heyrði í hinum hvolpunum væla. Ég sá mannfólk horfa á
mig, ég er hrifin af “litla mannfólkinu”, þau líta út fyrir að vera skemmtileg, eins og þau myndu vilja leika við mig!
Allan daginn erum við í pínku litlu búri, stundum lemur vont fólk í glerið og hræðir okkur, endrum og eins erum við teknar út úr búrinu til þess að hægt sé að halda á okkur og sýna mannfólkinu okkur. Sumir eru góðir, aðrir meiða okkur, við heyrum alltaf
“ohh.. þeir eru svo sætir! Mig langar í einn!” en við fáum aldrei að fara með neinum.
Systir mín dó í nótt, þegar allt var dimmt í búðinni. Ég lagði höfuð mitt á mjúka feldinn hennar og fann lífið yfirgefa litla, mjóa
líkamann hennar. Ég heyrði þau segja að hún væri veik, og að ég yrði seld á “afsláttarverði” svo ég myndi yfirgefa búðina sem fyrst. Ég vældi lágt til að syrgja hana þegar þau tóku hana út úr búrinu um morgunin. Ég velti fyrir mér hvert þau myndu fara með hana?
'I dag kom fjölskylda og keypti mig! Þvílíkur gleðidagur! Þau eru góð fjölskylda og þau virkilega, virkilega vildu mig! Þau höfðu keypt matardisk og mat og litla stelpan hélt svo varlega á mér. Ég elska hana svo mikið! Mamman og pabbinn sögðu að ég væri sætur og góður hvolpur! Mér var gefið nafnið Engill. Ég elska að sleikja nýja mannfólkið mitt!
Fjölskyldan hugsar svo vel um mig, þau eru elskuleg og góð. Þau kenna mér hvað er rétt og hvað er rangt, gefa mér mat og fullt af “ÁST”. Ég vil ekkert frekar en að þóknast þessu yndislega fólki! Ég elska litlu stelpuna og nýt þess að hlaupa um með henni og leika við hana.
'I dag fór ég til dýralæknisins. Það var skrítinn staður og ég var hrædd. Ég fékk sprautur, en besta vinkona mín(litla stelpan) hélt um mig og sagði að þetta myndi allt vera í lagi. Þá slakaði ég á. Dýralæknirinn hlýtur að hafa sagt eitthvað sorglegt við elsku fjölskylduna mína, því þau virtust svo afskaplega döpur. Ég heyrði “mjög slæmt mjaðmalos” og eitthvað um hjartað mitt… Ég heyrði dýralækninn segja eitthvað um lélega ræktendur og að foreldrar mínir hefðu ekki verið rannsakaðir. Ég vissi ekki hvað neitt af þessu þýddi, bara það að það særði mig að sjá fjölskylduna mína svona sorgmædda. En þau elskuðu mig samt og ég elskaði þau enn mjög mikið!!
Núna er ég 6 mánaða. Á þeim aldri þegar flestir hvolpar eru kraftmiklir og hávaðasamir, en ég finn hryllilega til þegar ég hreyfi mig. Sársaukanum linnir aldrei. Ég finn til þegar ég hleyp og leik við litlu stelpuna, og mér finnst erfitt að anda. Ég reyni mitt besta til að vera sterkur hvolpur eins og ég veit að ég á að vera, en það er svo erfitt. Mér finnst svo erfitt að sjá litlu stelpuna svona sorgmædda, og að heyra mömmu hennar og pabba tala um að núna væri tíminn kominn. Ég hef farið oft og mörgum sinnum til dýralæknisins. Mig langaði bara að finna fyrir hlýrri sólinni og hlaupa, og leika og kúra með fjölskyldunni minni.
Seinasta nótt var sú versta. Sársaukinn er alltaf til staðar, það er sárt bara að standa upp til að fá mér að drekka. Ég reyni að standa upp en get ekkert nema grátið af sársauka. Ég fer í bíltúr í síðasta skiptið. Allir eru svo sorgmæddir og ég veit ekki hvers vegna. Hef ég verið óþekk? Ég reyni að vera góð og elskuleg, hvað hef ég gert rangt? Bara ef þessi sársauki færi í burtu! Bara ef ég gæti huggað litlu stelpuna. Ég rétti fram trýnið til að sleikja hönd hennar en verð að hætta vegna sársauka.
Borðið hjá dýralækninum er svo kalt. Ég er svo hrædd. Mannfólkið mitt faðmar mig og elskar, þau gráta í mjúkan feldinn minn. Ég finn fyrir ást þeirra og sorg. Mér tekst að sleikja hönd þeirra mjúklega. Jafnvel dýralæknirinn virðist ekki svo skelfilegur í dag. Hann er mjúkhentur og ég finn fyrir dofa gagnvart sársaukanum. Litla stelpan heldur mjúklega á mér og ég þakka henni fyrir að gefa mér alla ást sína. Ég finn smá sting í framlöppinni. Sársaukinn byrjar að minnka. Ég er farin að finna frið koma yfir mig. Nú get ég sleikt hönd hennar mjúklega. Sjón mín er að verða draumi líkust núna, og ég sé mömmu, og systkini mín í fjarska á grænum stað. Þau segja mér að þarna sé enginn sársauki, bara friður og hamingja. Ég kveð fjölskyldu mína með eina hættinum sem ég kann, dilla skottinu og nudda nefinu mínu að þeim. Ég hafði vonast eftir að eiga með þeim mörg, mörg ánægjuleg ár, en því var ekki ætlað að verða. Sársaukinn er farinn og ég veit að það munu líða mörg ár áður en ég sé elskulega fjölskyldu mína aftur. Ef aðeins hlutirnir hefðu getað verið öðruvísi.
“Mér þykir þetta leitt” sagði dýralæknirinn. “Hvolpar í dýrabúðum koma ekki frá siðferðilegum ræktendum. Ég er orðinn svo þreyttur á að svæfa svo mikið af þessum hvolpum.”