Mig langaði að fá að deila með ykkur því sem ég er búin að vera að \“ganga í gegnum\” rúmlega seinustu tvo mánuðina.
Það var þannig að ég átti yndislegasta hund í heimi, hún var marg verðlaunuð og komin með allar þær gráður sem hundar geta fengið og var samkvæmt dómurum einn flottasti hundur sinnar tegundar hér á landi. Það var samt ekki aðal kosturinn hennar því hún var líka lang bestasta vinkona mín í öllum heiminum. Hún var Svo mikil persóna og hafði svo stóra sál.. Alltaf þegar mér leið ílla hvort sem það var strákavesen eða að ég hafði verið að rífast við aðrar vinkonur mínar kom hún til mín, setti eyrun uppí loftið og horfði á mig.. svo ef ég fór að gráta setti hún alltaf hausinn sinn svona í hálsakotið á mér og horfði á mig svona eins og hún \“skildi mig alveg\”.. og ef það tókst svo ekki hjá henni að fá mig til að hætta að gráta reyndi hún alltaf að gera eitthvað sniðugt eins og að glefsa í tærnar á mér eða skokka \“óvart\” á mig.
Hún skildi mig Alveg og vissi alltaf hvað þurfti að gera til að koma mér í betra skap og svo var hún líka besti \“hlustari\” í heimi alltaf með eyrun svona uppi og svaka puppy eyes. Hún vissi ALLT um mig.
Hún var lang bestasta vinkona mín og ég elskaði hana svo mikið að ég get ekki útskýrt það hérna..
Trýna var samt alltaf smá veik.. ekki með neinn sjúkdóm samt sem við vissum að.. bara titraði reglulega og vældi rosalega stundum heilu næturnar. Þá var samt yfirleitt alltaf nó að bjóða henni að koma uppí rúmið mitt því auðvita reyndi ég að vera til staðar fyrir hana líka þegar henni leið ílla eins og hún var alltaf við mig.
Hún var algjörlega Ein af fjölskyldunni minni og t.d þegar ég var yngri og var í skólaferðalögum, þá saknaði ég hennar alltaf mest.. auðvita var mamma líka rosalega ofarlega á listanum.. en Trýna var samt aðal.. hún var alltaf eitthvað svo sérstök og blíð við mig..
Ég átti hana í næstum tíu ár og ég man alveg nákvæmlega daginn sem við fengum hana.. Ég var sex ára. Við vorum þarna inni og ég var eitthvað að klappa hvolpunum þarna og halda á þeim, sem voru allir(weimaraner). Það var einhver strákur þarna kannski aðeins eldri en ég sem kom svo til mín og sagði \“þú átt ekki að halda svona á hvolpum.. Kanntu Ekkert á þetta?!?\” og ég svo lítil og saklaus að ég hljóp bara í burtu og faldi mig undir pabba.. Svo sagði pabbi mér að ég mætti velja mér hundinn sem mér líkaði best við og ég valdi Trýnu því hún sat eitthvað svo ein útí horni og horfði á okkur.. rosalega sérstök. Svo þegar við löbbuðum út sagði strákurinn \“Ohh þú kannt þetta ekki\” en þá var ég rosa töff og sagði á móti \“Hættu bara að skipta þér af.. ég Á þennan hund!!!\” og labbaði rosalega montin haldandi á voffanum mínum út.
Hún er búin að vera eina lífveran sem ég gat Alltaf treyst á og vissi að ætti Alltaf eftir að elska mig hvernig sem allt færi í TÍU ÁR. Hún þekkti mig MIKLU betur en MAMMA MÍN og betur en allar aðrar vinkonur mínar.. Trýna vissi allt um mig!!
Svo fyrir svona þrem mánuðum sagði pabbi alltíeinu \“jæja María.. Núna er kominn tími til að kveðja Trýnu.. við ætlum að svæfa hana eftir helgi\” … Ég var Brjáluð og hótaði Öllu sem ég gat, hótaði að flytja út með hana, leyfa henni frekar að vera heima hjá einhverri vinkonu minni þangað til hann mundi sjá eftir þessu.. En hann var alveg harður á því að við skildum svæfa hana því henni \“liði hvort sem er svo illa\”.
Ég er alltaf svo merkileg með mig eitthvað að ég hélt að það mundi ekki verða nein alvara úr þessu og að ég gæti alveg sannfært mömmu og pabba Seinna um að gera þetta ekki og að þau mundu sjá eftir því að hafa dottið þetta í hug til að byrja með og hætta við þetta allt.
Svo nokkrum dögum seinna hringdi ég í pabba í mesta sakleysi mínu því mér fannst svo skrýtið að hann og Trýna væru ekki heima og bíllinn ekki heldur.. ég varð ekkert smá hrædd.
Hann sagði mér að hann væri alveg að verða kominn uppá dýraspítala því hann væri búinn að fá Nó af þessu. (ég gisti ekki heima hjá mér nóttina áður svo Trýna hefur mjög líklega verið vælandi alla nóttina og ekki fengið að komast uppí neitt rúm til að lúlla í og henni leið stundum svo illa þegar hún var alveg ein í myrkrinu inní búri.)
Ég var BRJÁLUÐ öskraði í símann og blótaði honum alveg þangað til hann var kominn heim með elskuna mína aftur. Hann sagði mér samt að sá dagur mundi koma sem Trýna gæti ekki fengið að vera lengur hérna í fjölskyldunni og að hún mundi vera svæfð.
Ég gerði það sem ég gat.. læsti mig inní herbergi með henni í tvo daga og fór nánast ekkert út.. færði rúmið hennar og matardalla inní herbergið mitt en leyfði henni samt alltaf að lúlla uppí hjá mér.
Svo 9. ágúst seinasta var hún svæfð……. ég hefði getað bjargað henni.. hefði getað farið með hana í sumarbústaðinn okkar og verið bara þar.. flutt þangað.. ég hefði gert það fyrir hana.. ekkert mál.. en ég Gerði það ekki..
Ég fór með þeim uppá dýraspítala og horfði í blóðhlaupin augun á henni þegar hún lokaði þeim í seinasta skipti í fanginu á pabba. Hún teygði sig til mín.. sleikti á mér andlitið og sobbnaði svo í seinasta skipti.
Síðan þetta gerðist hef ég ekki tjáð mig Neitt um þetta.. þegar fólk spyr mig afhverju við lóguðum henni er það eina sem ég get sagt \“fólk er fíbbl\”.
Ég brást einu lífverunni í heiminum sem var Alltaf til staðar fyrir mig og í þetta skipti sem hún þarfnaðist mín mest.. þá gerði ég Ekkert.
Ég skrifaði daglega í dagbók en ég hef ekki ennþá komið mér í að skrifa um þetta í dagbókina mína og ekkert eftir að hún dó.. Hún var vön að liggja alltaf hjá mér þegar ég skrifaði í dagbókina mína en núna er hún ekki þarna lengur. Hún er farin….. að eilífu.
Hún gerði Allt fyrir mig.. og ég drap hana í staðinn. Hún átti Bara mig að… og ég gerði ekkert.
Núna er hún grafin fyrir utan sumarbústaðinn okkar á Þingvöllum þar sem hún elskaði að vera.. hún var alveg frjáls þar. Núna er hún dáin þar…
Takk ef þú nenntir að lesa þetta.. annars er það ekkert mál.. skil alveg ef þið hafið ekki nennt því því þetta er svo langt. Þetta var bara eitthvað sem ég varð að koma frá mér.. rosalega miklar tilfiningar og skrifað í rosalegri tilfiningarsveiflu.
Ps: Ef einhver hugari þarna úti er að hugsa um að lóga voffanum sínum.. hugsið ykkur vel um.. hugsiði um börnin ykkar.. því þegar þið eruð búin að þessu.. verður því miður aldrei hægt að snúa til baka.
MayaX
<center>– Mér finnst að maður eigi að deyja ef að LÍFbeinið brotnar. –