Ég er í stökustu vandræðum með hann Max. Hann er alltaf svo æstur og leikglaður á morgnana og eltir stelpurnar mínar og bítur í buxurnar þeirra, hann gegnir þegar ég segi \“nei\” en ekki þegar þær gera það. Reyndar gegnir hann yfirleitt bara mér. í morgun heyrði ég þetta skaðræðis öskur og þá var Max að bíta í nærbuxurnar hjá mið stelpunni minni og reif gat á buxurnar og hefur rekið eina tönn í rasskinnina þannig að það blæddi. Hvað get ég gert í þessu? Hann er orðinn svo sterkur kjaftinum og þetta fer að verða hættulegt.
Ég hef alltaf bannað honum að bíta í okkur, hann bítur mig sárasjaldan þótt að ég láti hendina á mér upp við kjaftinn á honum, en hann stenst ekki freistinguna og bítur alltaf í buxurnar og puttana á stelpunum.
Ég er búin að panta fyrir hann á hvolpanámskeið hjá Gallerí Voff en það er 6 vikna bið :/
Öll ráð eru vel þegin.
Kveðja
Krissa