HJÁLP
Ég var að fá mér chihuahua hvolp karlkyns og er ég búin að eiga hann í mánuð. Nú veit ég mjög lítið um þettað hundakyn en er búin að reyna að lesa mig til því ég er alveg að gefast upp og mig vantar hjálp ! Hann gerir þarfir sínar út um allt og ætlar ekki að fást til að læra að láta vita eða gera þær á blað sem ég hef alltaf á sama stað. Svo er hann alltaf bítandi ! Þegar maður er að labba ræðst hann á fæturna á manni og þegar verið er að klappa honum reynir hann að bíta mann. Hann er ekki fyrir það að maður sé að klappa honum svo á ég strák sem er rúmlega 1 árs og hundurinn lætur hann ekki í friði þó svo að strákurinn minn sé ekkert að skipta sér að hundinum. Ef ég leyfi stráknum mínum að vera að leika sér á gólfinu þá er hundurin byrjaður að bíta í hann hendurnar, fæturnar og líka í andlitið ! ! Hvolpurinn er bara rúmlega 3 mánaða og þarf að fá að leika sér ég veit það alveg en hann er alltaf glefsandi í mann. Ef einhver getur hjálpað mér þá verð ég mjög ánægð því ég vil helst ekki þurfa að losa mig við hundinn.