Jæja gott hugafólk,
nú gerum við aðra tilraun til að skrifa um hundarækt, og vinsamlegast ef þið hafið ekkert málefnalegt til málsisn að leggja þá bara sleppið því að svara þessari grein.
Víða erlendis er fyrirkomulag þannig hjá ræktendum að þegar fólk kauðir hvolpa þá skrifar kaupandi undir samning um að hvolpurinn sé einungis “heimilishundur” það er Ekki til ræktunar, þessa hunda má að sjálfsögðu nota til hundafimi og fleira en bara ekki til ræktunar. Til að auðvelda ræktendum að framkvæma þetta hafa hundaræktarfélög víða um heim tekið upp svokallaða “takmarkaða skráningu” Þessi skráning er þannig að hundurinn fær að sjálfsögðu sína ættbók en inn á hana er sett ákvæði um að hundurinn sé ekki til ræktunar, þetta getur ræktandi gert við hvaða hvolp sem er í gotinu og þess vegna þá alla. Heima á Íslandi hefur ekki verið boðið upp á þetta hjá HRFÍ því miður, þú getur sett hvolpa í ræktunarbann ef fyrir liggja sérstakar ástæður en sem ræktandi verður þú að sækja um það til félagsins, þetta er töluvert óhagræði fyrir ræktandann og alls ekki víst að HRFÍ samþykki ástæður ræktandans fyrir ræktunarbanninu. Auðvitað á að koma þessu á heima og gefa ræktandanum frjálar hendur með þetta, því að þó að ræktandi skrái hvolp með takmarkaða skráningu getur hann hvenær sem er lift þessu ræktunarbanni ef honum þykir það þurfa, því að auðvitað getur komið upp að einn hvolpur með slíka skráningu sé svo góður að nauðsyn sé að nota hann í ræktun og þá er það í höndum ræktandans að ákveða það. Hins vegar selja ræktendur erlendis hvolpa þannig að ef kaupandi kemur með vottorð frá dýralækni á því tímabili sem hvolpurinn er 6-12 mánaða þá fær kaupandinn endurgreitt hluta hvolpverðsins, hve stórann hluta fer alveg eftir ræktendum og stundum tegundum. Þetta er einnig erfitt að taka upp heima á Íslandi, það hef ég reynt og gafst upp á, ef maður nefndi bara orðið gelda eða taka úr sambandi var eins og maður væri nýsloppinn út af Kleppi:-))) Vonandi breytist þetta með aukinni hundamenningu heima á klakanum, það er allavega óskandi að svo verði. Hér er miklu meira um að karlhundar séu geltir og tíkur teknar úr sambandi og enginn sýpur hveljur við það:-))Það þykir bara sjálfsagt þegar fólk er að fá sér heimilishund og hugsar sér ekki að fara í ræktun. Jæja nóg í bili, en vissulega er af nógu að taka þegar kemur að málefnum hunda og hundaræktar.
Með kveðju,
Marta