Ég á tvo hunda, eina alíslenska tík (10 ára) og einn lítinn pomma (hreinræktaðann 1 árs.). Sem gefur að skilja að Yrsa (íslenska) og Hnoðri (pomminn minn) eru í sitthvoru félaginu, og nú upp á síðkastið hefur mikið skítkast verið á milli þessara tveggja stétta, það er að segja annars vegar HRFÍ og svo hundarækt á Dalsmynni (Íshundar minnir mig að félagið heiti). Það hefur endalaust af fólki verið að rakka niður Dalsmynni og segja að það sé bara slæmt þaðan komið, og margir af þeim hafa ekki einu sinni hugmynd um hvar Dalsmynni sé niður komið á landinu, hafa aldrei séð hunda þaðann né farið þangað upp eftir. Svo er það hins vegar fólk sem kaupir hunda frá Dalsmynni og er síðann að kenna þeim um það að hundurinn skíti ennþá og migi innandyra og gelti. Hverning getur það fólk kennt hundaræktun um það að hundurinn kunni ekki hundasiði. Þetta fólk hefur greinilega engann tíma og þolinmæði til að þjálfa og kenna hundum sínum, til hvers að fá sér lítið barn ef þú nennir ekki að sjá um það, já ég sagði barn. Allir hundaeigendur (eða gæludýraeigendur) sem þykir vænt um greyin sín vita vel að þetta er litla barnið þeirra. Ég er kannski stórklikkaður en ég tala við hundana mína, sú eldri kann heila bók af orðum (t.d. koma út, fara inn, sestu, kisi, voffi og svo framveigis.) og ég skammast mín ekkert fyrir að tala við þau. Bæði tvö eru skemmtilegir karektar, brosa og gráta til skiptis. Málið er bara það að þessir tveir ólíku hundar (jafnt tegund sem og aldur) eru bestu vinir, þau geta ekki verið heila klst. án þess að hittast annars verða þau þunglynd. Ég hef ekkert upp á hvoruga stofnunina að klaga, finnst þær báðar vera að gera góða hluti.
Tilgangur minn með þessu öllu saman er þessi spurning:
Fyrst tík frá HRFÍ og hundur frá Íshundum geta verið bestu vinir afhverju geta eigendur hunda frá þessum félögum ekki sleppt öllu skítkasti og verið vinir??
Er það nokkuð alltof erfitt. Þið megið endilega koma með eitthvað um þessa grein, en ekki koma með skítkast ég er búinn að sjá alltof mikið af því nú þegar og meira segja taka þátt í því.
Pain heals, chicks diggs scars, glory…………. lasts forever!