Kynning á hundum
Við getum öll verið sammála um það að allir hafa gott af því að kynnast hundum. Og hvar er betra tækifæri en á hundasýningum? Þar getur fólk séð flest allar tegundir og hitt fólk sem hefur verið með hunda í mörg ár og getur gefið góð ráð. Hér áður fyrr á hundasýningum voru hundaklúbbarnir, hver með sína tegund, með bása. Þar kynntu þeir sína tegund. Fólk skiptist á að vera í básnum með hunda sína og kynnti þá fyrir fólki sem kom á sýninguna. Þá gat fólk heyrt um kosti og galla hundanna. Þetta er eitt af því sem þyrfta að koma aftur. Og þá er bara að fara með sýningun á stað sem ber það að fólk sé að sýna hunda og kynna þá líka. Hvað finnst ykkur um þetta? Haldið þið ekki að þetta sé ein besta kynning fyrir hunda og hvað þeir geta?