Afhverju velja hundarnir okkar alltaf ljótasta leikfangið sem þeir eignast til að hafa sem uppáhalds leikfang.
Mín tík t.d. dýrkar bleika “bíbbi” kallinn sinn. Þið sjáið mynd af honum hér til hliðar. Bara ófrítt leikfang.
Já, ástæðan fyrir því að þetta er til á þessu heimili er sú að þegar hún var lítil var ekki hægt að kaupa almennilegt leikfang fyrir litla hunda. Öll leikföngin voru stór og hörð og hún bara gat ekki látið bíbba í fyrstu 3 leikföngunum. Ég keypti kjúklingalæri, piparköku kall og eitthvað annað. Henni fannst ekkert gaman að leika sér með það, það heyrðist ekkert í því.
Svo fór ég til Svíþjóðar, þar prufaði ég öll “bíbbi” dót sem ég gat komist í og í einni búðinn fann ég þennan “bíbbi” kall sem var úr svo þunnu gúmmíi að allir hundar gætu látið það bíbba.
Hún varð svo ánægð með það að núna, 5 árum síðar er þetta enn uppáhalds leikfangið hennar. Og níðsterkt, ekki rifa á því.
Það væri gaman að heyra hvað uppáhalds dót hundanna ykkar er :) og kannski senda inn mynd af því :)