Hundurinn minn heitir Bokki og er 5 ára, Ég er 20 ára og eins og er sagt við mig þessi hundur er bara út af mér engu öðru, við gerðum allt eins og átti að gera og töluðum við ástu sem er með gallerý voff í mosó hvernig ætti að standa að hundauppeldi, pabbi og allir á fjösldkyldunni voru strangir við hann nema ég,mér fannst ég vera einmanna og vantaði vin og því dekraði ég hann og byrjaði að liggja með honum í golfinu sem á örugglega ekki að gera, en hef heyrt að fólk leyfi hundunum að vaða um allt hús og fái að fara upp í sófa til þeirra, minn fer ekki inn fyrir er bara í andyrinu, við létum ekki gelda hann, héldum að hann yrði leiðinlegur.Hann fær allt sem hann þarf hjá okkur allavega nóg að hreyfa sig það hefur aldrei verið vandamál. Við fórum með hann upp í sveit þar sem við erum með sumarbústað og hestana okkar og viti menn aðrir hundar á sveitabæjunum í kring réðust á hann og eitt skiptið var hann nánast dáinn og þá breyttist hann, varð grimmari við önnur dýr, við hefðum auðvitað átt að stöðva hann þegar hann var 2-3 og fara með hann á hegðunarnámskeið því hann hljóp í hestana okkar og fældi þá og glefsaði í hælana á þeim, svo hleypur hann á eftir rollum,í dag er ekki laust við það að þegar ég fer með hann út að labba að hann vilji fara í slag við alla hunda sem hann sér. Ég er ekki auðvitað sátt að þurfa að lóga honum mér þykir vænt um hann eins og hann væri barnið mitt, Það eru víst allir búnir að gefast upp á honum og fyrst að ég bý hjá foreldrum mínum þá ræð ég víst engu. Ég væri alveg til í að gefa hann en það er bara meira en að segja það, það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja ef þið skiljið mig, það hefði þurft að laga vandamálið þegar það kom upp en var ekki gert eða þá að halda við strangri þjálfun
takk samt fyrir að benda mér á þennan kost en hver vill eginlega taka að sér 5 ára íslenskan bordercollie með vandamál
þetta mun vera versta stund lífs míns ég hugsaði í dag hvaða rétt höfum við til að lóga hundi, þetta er eins og að eiga barn og það er óþekkt og við myndum vilja drepa það og fá annað eða hvað hvernig metið þið líf hundsins þíns miðað við þitt - tila allra sem hafa heyrt einhvern segja dýr eru heimsk (þá erum við að segja að þau hugsi) eins og með rollurnar sem eru alltar að fara yfir götuna til að bíta grasið í kantium, svo ef þú ert að fara keyra á rollu hvort ykkar ætti að deyja ?????????
takk fyrir stuðninginn