Ja há, ég var að lesa comment sem KarlH fékk. Ég verð að segja það að þið (ekki öll) hafið sko ekki horft á Bamba!!! Þar er verið að kenna krökkunum með þessari setningu, Mamman: “Skellur hvað sagði pabbi þinn þér?” Skellur: “Það kostar ekki neitt að sýna kurteysi”.

Hvernig væri nú að hætta öllu skítkasti og fara að spjalla, ráðleggja og fá ráð?

Þetta drepur niður þetta áhugugamál og þið yrðuð ekki kát ef hundar á huga yrði lagt niður en það á eftir að gerast ef allir hætta sem adminar hér út af þessu skítkasti.

Sýnið nú þroska og haldið leiðindar commenti út af fyrir ykkur sjálf.

Og munið orð særa meira en hnefahögg og grær seint og skilur stundum eftir ör. Berið virðingu fyrir hvort öðru, það hafa allir tilfinningar.

Áður en þú segir eitthvað hugsaðu þá “myndi ég vilja láta segja þetta við mig og koma svona fram við mig?”

Kveðja
HJARTA
Kveðja