Hæ Tjally.
Þetta er einmitt mál sem verður að taka strax á, og gott að þú skulir spyrja.
Ég hef líka átt í þessum vandræðum.
Þegar að hundurinn ætlar að bíta þig, þá skaltu bara grípa um trýnið á honum, horfa í augu hanns, og segja nei. Ég er ekki að meina að pína hann eða neitt svoleiðis.
Einnig er góð aðferð, ef að hann vill ekki hlusta, það er að lifta upp framfótum hanns frá jörðini, og prufa svo. Þannig verður hann óöruggur og hlustar kannski á þig.
Ég man meðalannars eftir litlum múl sem hægt er er að kaupa. Hann er úr tilgerðri plastgrind sem er komið framan á trýnið. Þetta er ágæt aðferð líka.
Þetta er held ég aðal grundvöllur þess að það komi á misskilningur að hundur bíti.
Þegar að þeim er leyft þetta almennt, og síðan vaða krakkar ofan í hunda eins og þeir eru gjarnir á að gera, þá eiga krakkarnir til að verða hræddir þegar að þeir gera þetta, og rykkja oft höndum eða fatnaði frá. Við það rispar eða rifnar klæðnaðurinn og jafnvel kemur smá sár… En sko þá er það búið…
Það er þarmeð túlkað að hundurinn hafi bitið einhvern og það kært.
Kveðja
KarlH
hæhæ
ég átti í þessu sama vandamáli með minn þegar að ég fékk hann og dýralæknirinn sagði okkur að þegar að hann væri að bíta eða glefsa , sem í hans augum er nottlega allt leikur, þá ætti maður að taka aftan í hnakka á honum og ýta honum í gólfi,samt ekki harkalega þannig að hann skalli gólfið heldur bara ákveðið en samt mjúklega, og segja nei. Þetta er það sem tíkurnar gera við hvolpana þegar að þeir gera eitthvað sem þeir mega ekki og þeir skilja það oft best.
Samt held ég að róttækar aðgerðir eins og að kaupa múl borgi sig ekki fyrr en þetta fer að verða alvarlegt!
ekki það að ég sé að segja að þetta sé ekkert alvarlegt, þá er ég bara að tala um að stoppa þetta áður en tennurnar fara að vaxa og verða beittari!!
Þú þarft líka að venja þig við að segja alltaf það sama þegar að þú skammar hann og orði “ NEI ” hefur oft dugað mjög vel, stutt-einfalt, auðvelt fyrir hundinn að skilja!!
Gangi þér vel!!
0
ok þetta eru 2 góðar aðferðir en 2 sem ég þarf að leiðrétta númer 1 þá ertu ekki að kenna hundinum neitt með því að setja múl á hann hann heldur áfram að glefsa í gegnum múlin, ef hann er þá að glefsa en ekki að leika sér. Annað er að tennur á hundum eru aldrei hvassari en í hvolpum þær verða kannski stærri en ekki hvassari. þessar littlu tennur geta verið þokkalega beittar og það er kannski málið hvolpurinn er að leika sér en tennurnar eru kannski svo beittar að þetta sýnist vera meira en þetta er. Nú er voðalega erfitt að segja til án þess að hafa séð hann í “stuði” svo fer eftir því hvernig hvolpur þetta er td eru hvolpa lætin meiri og lengur í sumum hundum en öðrum. Tæknin er agi vel agaður hundur er ánægður hundur.
0