Malamut á Íslandi Fyrir ekki löngu síðan flutti góður vinur minn inn tík til landsins, hún er af tegundinni Malamute. Þetta er mjög gömul hundategund sem á rætur sínar að rekja alla leið til Alaska þar sem Mahlemut inúítarnir ræktuðu þessa hunda. Þessir inúítar voru með ströngustu ræktendum sem sögur fara af, en þeir ræktuðu aðeins undan bestu hundunum, enda dugði aðeins það besta við þessar aðstæður.

Inúítarnir voru fáir og voru hundanir það líka. Þegar gull æðið byrjaði í Bandaríkjunum þá varð mikið eftirspurn eftir góðum sleðahundum. Menn þurftu hunda sem gátu dregið gríðarlega mikla þyngd yfir langar vegalengdir. Það gátu Malamútanir. Á þessum tímum voru þeir gríðarlega dýrir og þurftu menn að borga morðfjár til þess að geta fengið hunda af þessari tegund. Einnig var lítið framboð á þeim vegna þessa að inúítarnir ræktuðu aldrei mikið af þeim. Þeir kusu að rækta stór og sterka hunda í staðinn fyrir marga litla hunda.

Á þessum tíma fóru nokkrir aðilar að rækta Malamúta og í dag eru til tvær mismunandi típur af Malamútum. Önnur típan heitir Kotzebue, og er fyrsta típan sem var skráð. Hún er minni en Malamútanir voru upprunalega, en sú típa sem er sannari upprunalega útlitinu heitir M’Loot. Þeir eru líka stundum kallaðir “Giant” Malamute(enda gefa þeir Great Dane ekkert eftir). Það eru mismundandi skoðanir á þessum hlutum og sérstaklega vegna þess að Kotzebue hundanir voru fyrst skráðir sem tegund og eftir þeim er staðallinn settur. John Walker sem ræktaði M’Loot hundana kærði sig ekkert um það að skrá sína hunda. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem einhverjir M’Loot hundar voru skráðir, en af öðrum ræktendum.

Sable, sem er fyrst sinnar tegundar hér á landi, er af þessari “Giant” tegund. Einn mest virti ræktandinn sem ræktar þessa hunda í dag heitir Marlene Lois Julia Ross, en hún hefur helgað sér það að varðveita M’Loot tegundina. Hún hefur verið að rækta þessa hunda í meira en 40 ár og viriðist ekkert vera að þreitast á því. Hún heldur því fram að Malamútanir sem staðallin er settur eftir séu minni og heimskari en þeir voru upprunalega, og ræktendur hafi gert þá litla til þess að gera þá að sýningarhundum.

Auðvitað má hver og einn hafa sína eigin skoðun á þessum hlutum, en það er gott að vita þetta ef maður hefur áhuga að leggja út í það að fá sér svona hund. Vegna þess hve Malamútanir hafa lítið breist í gegnum aldinar þá eru þeir aðeins öðruvísi en þessi venjulegi heimilishundur. Persónulega verð ég að segja að þetta eru fallegustu hundar sem ég hef séð. Þeir eru meira eins og úlfar(þeir eru ekki úlfar), ég ættla ekkert að fara neitt ýtarlega út í það en sem dæmi má nefna að þeir eru hafa meiri hóp hegðun og meira veiði eðli.

Þetta eru aðlveg gríðarlega gáfaðir hundar, en þeir sína það á annan hátt en t.d. Border Collie. Border Collie hugsar þannig að ef ég næ í Boltan aftur og aftur þá verður eigandi minn ánægður með mig. Malamút hugsar að eigandinn hlítur að vera algjört fífl að vera kasta boltanum aftur missir áhugan. Þeir eru mikið sjálfstæðari en aðrir hundar og stoltari. Þegar sumarið kom í Alaska þá létu inúítanir Malamútana sjá um sig sjáfa og urðu þeir að viða sér til matar. Þetta eðli er enþá í þeim og eiga þeir það til að stundum veiða þeir fugla og önnur lítl dýr. Sable hefur t.d. veitt tvo fulga og einn mink.

Malamútanir virðast hafa tvö breitingarskeið. Annað er frá sex til átta mánaða og þá fara tíkunar oftast á sitt fyrsta lóðarí og hundanir fara að sína öðruvísi hegðun gagnvart öðrum hundum og tíkum. Malamútar eru fullþorska(hafa náð fullri þyngd og bein vöxt) við tveggja ára aldur en áður en það gerist er talað um að þeir fari á sitt seinna breitingarskeið. Þá virðast Malamútanir gera sér grein fyrir því að þeir séu orðnir fullorðnir og verðu stoltari. Þá vilja þeir að aðrir hundar beri virðingu fyrir sér! Það er mjög mismunandi en sumir Malamút eigendur tala um það að þá verði hundanir sínir árásargjarnir út í aðra hunda, en flestir eru á því máli að það fari bara eftir uppeldinu.

Þó að ala upp Malamúta sé ekki fyrir alla, þá er þetta aleg yndislegir hundar. Þeir eru ótrúlega mannelskir sem er einnig einkenni sem þeir halda frá inúítunum. Þeir eru góður með börn, þó að engin börn ætti að skilja eftir ein með neinum hundi. Þeir eru engir eða bara lélegir varðhundar, en þeir mundu hiklaust verja “fjölskyldu” með lífinu. Þeir eru rosalegir betlarar og hegða sér alltaf eins og þeir séu að deyja úr hungri. Þeir eiga einnig til þess að stela mat af matarborðum úr höndunum frá litlum börnum ef ekki munninum á manni. Það sem mér finst perónulega best við þá, er að þeir hafa svo sterkann persónuleika t.d. vegna þess hversu sjálfstæðir þeir eru.

Það er alveg ómögulegt að ég geti komið öllu um Malamútana fyrir í þessari litlu grein, en ég vonast til þess að ég geti skrifað aðeins meira um þá í framtíðinni. Þá mun ég líklegast gefa nákæmari upplísingar og fleiri staðreyndir.

Takk fyrir.


http://www.angelfire.com/pop/wakongiant/bsi ndex.htm (Marlene Ross)
http://www.omalmalamutes.com (O'Malley)
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*