Ég er að bera út Moggann og í hverfinu mínu er einn svokallaður “blaðahundur”. Það eru hundar sem eru með einhverja áráttu í að bíða fyrir framan póstkassann og bíða eftir blaðinu og síðan níðast þeir eitthvað á því.
Sem betur fer er póstlúgan í húsinu sem hundurinn býr í ekki stíf og það er því auðvelt að stinga blaðinu í gegn.
En einu sinni var ég að bera út sunnudags moggann og það var orðið mjög dimmt úti(klukkan var eitthvað yfir tólf um nótt) og ég fór í húsið þar sem “blaðahundirinn” var en aldrei þessu vant þá kom hann ekki til að rífa blaðið í sig. En þegar ég var kominn frá húsinu og uppí móa sem er beint fyrir ofan húsið þá heyrði ég allt í einu rosalegt urr nálægt mér og þá sá ég að þetta var blaðahundurinn, sem er stór Boxer. Ég stóð alveg stjarfur í u.þ.b. eina mínútu en þá kom eigandinn hans eftir að hann var búinn að gelta í svolítinn tíma. Ég var alveg skíthræddur um að hann myndi gera mér eitthvað og það hefði hann eflaust gert ef eigandinn hefði ekki komið. Áður en eigandinn kom reyndi ég að labba hægt frá blaðakerrunni því ég hélt að honum væri illa við blöð eða eitthvað.
Hvað hefðuuð þið gert ef þið hefðuð lent í þessu og þekkið þið einhvern “blaðahund”?