
Hún Doppa mín á við þetta vandamál að stríða að enginn má ganga fram hjá húsinu eða koma inn til okkar þá geltir hún eins og hún á lífið að leysa og er það orðið frekar þreytandi þar sem komið er ungabarn á heimilið sem hrekkur upp við geltið.
En þá er komið að vandamálinu, tækið kostar milli 16 og 17 þúsund krónur og finnst mér það mikið fyrir notkun í þrjár vikur, svo að ég var að huxa hvort einhverjir aðrir gætu huxað sér að taka þátt í kostnaðinum gegn því að fá afnot af tækinu. Ég gæti alveg beðið í einhverjar vikur, það gerir ekkert til.
Þetta tæki kemur í tveimur stærðum og þar sem Doppa er í minni kantinum eða 10kg yrði að kaupa minni stærðina. Ef einhver hefur áhuga á að kaupa þetta með mér endilega sendið mér póst á icecat@simnet.is.
Takk kærlega fyrir,
IceCat