Hundurinn minn, Sesar Ég á hund. Hann heitir Sesar og er labrador. Sesar verður 12 ára í október og er kominn með grá hár í vangann :) Þó að ég hafi ekki kynnst Sesari fyrr en fyrir ca 3 árum, höfum við notað þessi ár vel og erum nú mjög góðir vinir. Fjölskylda kærasta míns áttu líka mömmu hans, hana Pílu. Píla átti 8 hvolpa, en Sesar bar af hinum og var því haldið eftir, en enginn sér eftir því vali í dag. Honum fannst líka mjög gaman að vera eftir með mömmu sinni og eru til margar sögur af þeim saman. Til dæmis er ein um það þegar þau mæðginin voru bundin úti í garði. Sesari hefur nú aldrei fundist gaman að vera í bandi, svo honum tókst að naga sig lausann. Ekki gat hann skilið aldraða móður sína eftir, svo hann nagaði bandið hennar líka, en datt samt ekki í hug að leyfa henni að vera frjálsri, heldur tók hann bandið í kjaftinn og labbaði með hana í eftirdragi um allan garð. Svo er hann líka voðalega gáfaður og klár, við kenndum honum meðal margs annars að fara fyrir okkur í sendiferðir. Við kærasti minn bjuggum nefnilega mjög nálægt foreldrum hans og kom það oft fyrir þegar við vorum að elda að við áttuðum okkur á því að það vantaði eitthvað. Þá var Sesar sendur af stað, gjarnan með plastpoka í kjaftinum, og svo hringdum við bara á milli og spurðum hvort þau gætu ekki lánað okkur eitthvað… hann kom meira að segja með eggin óbrotin, hann er svo klár! :)
Þó svo að Sesar sé þessi líka rólyndis hundur og góður og yndislegur, þá getur hann breyst í argasta villidýr á 3 sekúntum ef hann sér eða heyrir orðið kisa. Hann hefur víst farið illa með þá nokkra því miður, og einnig er hann haldinn þeirri áráttu að vilja vera foringinn og ef einhver hundur ógnar því er hann umsvifalaust bitinn. Hann er þó ekki vanur að ráðast að tíkum, en finnst þær þó ekki skemmtilegar ef þær eru með of mikinn hamagang í kringum sig.
Sesar er nú kominn með sína eigin heimasíðu og fyrir áhugasama er hún: http://www.sesar.freewebpages.org
- www.dobermann.name -