Mig langaði að skrifa smá grein þegar ég sá nýju skoðanakönnunina. Þessi regla um að ef hundur bítur manneskju þá skuli honum vera lógað undantekningalaust er náttúrulega örlítið fáránleg. Í sumum tilfellum er þetta kannski hundur sem er í mesta sakleysi inní garði eigenda sinna, svo koma einhverjir krakkar og atast í honum og auðvitað getur komið fyrir að hundurinn verði hræddur/pirraður við börnin og bíti frá sér. Finnst ykkur það skrýtið? Ég meina maður getur ekki farið út að labba með hundinn sinn og mætt krökkum án þess að þau rjúki beint í hann og fari að klappa honum. Minn hundur er reyndar sauðmeinlaus og pínulítill (Pomeranian) en hvað ef maður á stóran hund? Sum börn reyndar spurja hvort þau megi klappa hundinum en önnur ekki. Mér finnst að það ætti að fara algjörlega eftir aðstæðum hvort hundi á að lóga eða ekki.
Þetta á reyndar ekki bara við um börn og ég verð að segja ykkur sögu um eitt svona tilfelli þar sem að manneskjan hefði átt að vita betur.
Við fórum í fyrrasumar með alla Pommarana okkar í augnskoðun, ég man ekki hvað staðurinn heitir er rétt fyrir utan bæinn mig minnir endilega að þetta heiti Sól eitthvað. Skiptir ekki öllu. Allavega, það eru settir dropar í augun á hundunum sem þurfa smástund til að virka. Helga Finnsdóttir var meðal annars þarna. Hún kemur askvaðandi og ætlar að vaða beint í tík sem systir mín á og gá hvort hún væri tilbúin, rekur hendina beint framan í hundinn sem glefsaði. Henni brá náttúrulega ekkert smá, en við hverju bjóst hún? Maður einfaldlega rekur ekki hendina beint framan í ókunnugan hund og ég hefði haldið að dýralæknir hefði vit á því.
Nóg komið af þessu, þetta eru bara mínar vangaveltur.
kveðja corel