Þetta er semsagt forn kínverskur bardagahundur. Húðinn gefur sennilega svona mikið eftir til þess að þeim verði minna meint af bitum. Eyrun eru líka mjög hvöss og eru beygð niður. Það að hundurinn skuli vera svona rólegur eins og raun ber vitni, vekur upp spurningar um hvers vegna hann var notaður í hundaati. En hann hefur sennilega verið sveltur í marga daga fyrir atið og síða æstur upp rétt fyrir það og hugsanlega með örvandi lyfjum. Hundurinn var mjög vinsæll í Kína til ca. 1949, en þá lögðu kommarnir svo háa hundaskatta á Kína að þeim var að merstu lógað (og enduðu oftar en ekki í matarpottunum…). Tegundinn breyttist á skömmum tíma frá vinsælli tegund í næstum útdauða tegund, og talið er að einungis örfáir hundar hafi verið eftirlifandi. Þegar tegundin var næstum útdauð kom hundaræktunarmaður frá Karlíforníu, að nafni Ernest Albright. Hann tók að sér að rækta þessa fágætu tegund og má segja að hann hafi bjargað kyninu frá útrýmingu. En vegna þess að á árum áður var þessi tegund aðeins í Kína, og var flutt svo skyndilega til Vesturlanda í ólíkar aðstæður skorti þeim ónæmi gegn ýmsum hundapestum, sem hundar sem við þekkjum fá ekki. Annað sem er mjög sérkennilegt við þennan hund er að tíkin lóðar ekki fyrr en hún er 15 mánaða og er síðan óregluleg. Það sem er jafnvel furðulegra er að lóðunin virkar ekki á aðra hunda, þ.e.a.s. af öðru kyni.
En ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessum pistli, lifið heil!
- www.dobermann.name -