Ég kíkti inná heimasíðu Íshunda og þetta fann ég í gestabókinni:


“Ég hef áður beðið um upplýsingar um UCI og tengsl þess félags við Ísland, en engin svör fengið, hvorki frá ykkur né hinu meinta alþjóðlega félagi. Ég hlýt að gleðjast með Jóni sem dreymir um að kaupa blending. Jón: Gott hjá þér að styrkja þá sem minna mega sín! Mér ber þó siðferðisleg skylda til að benda þér á ”gefins“ dálk í DV, þar sem alls kyns fallegir blendingar eru auglýstir og henta þeim sem vilja blendinga án þess að borga fyrir þá. Varðandi aðbúnað að Dalsmynni: Ég hef komið þangað og skoðað hvolpa. Mikil og megn lykt er í hundahúsinu, enda ekki að undra, þar sem mjög margir hundar eru þar. Aðbúnað dýranna sá ég ekki, enda er aðgangur ekki leyfður þar sem hundarnir eru geymdir. Hins vegar fannst mér aðkoman sóðaleg og hvolparnir sem ég sá voru mjög skítugir. Hegðun þeirra var mjög langt frá því sem ég tel eðlilegt hjá hvolpum. Því má ekki gleyma að hundar, sem ræktaðir eru til að búa á heimilum með fjölskyldu, þurfa að venjast þeim aðstæðum frá upphafi. Slíkt er óhugsandi úti í hundahúsi, innan um fjöldann allan af hundum í búrum. Allir sem eitthvað vita um þroskaferli hvolpa, átta sig á mikilvægi þess að ungir hvolpar venjist fólki og eðlilegu fjölskyldulífi frá unga aldri. Slíkur undirbúningur er óhugsandi þar sem tíkur og hvolpar eru í búrum dag út og dag inn. Ég mæli með því að þeir sem vilja kaupa hund til að búa í búri kaupi sér hund úr þeim aðstæðum sem eru að Dalsmynni. Þeir sem vilja kaupa hund sem félaga, sem býr á heimilinu með fjölskyldunni, ættu að skoða hunda hjá ræktendum sem leggja metnað í að undirbúa hvolpa sína fyrir slíka framtíð.”
Þetta skrifaði einhver Brynja Tomer.


Þetta er aðeins ein af þeim sem hefur komið þarna og séð með eigin augum hverslags “ræktun” eða öllu heldur framleiðsla fer fram þarna á hvolpum. Ég mæli með að þið kíkið þarna inná gestabókina og lesið “umræðurnar” sem eru þarna í gangi.
http://www.ishundar.is/gestbook.ht