
Þetta er ekkert annað en sjötta skilningarvitið!?
Ég hef tekið eftir þessu með minn þegar ég ákveð að fara með hann í labbitúr, það er bara einsog hann viti stundum að ég sé að fara með hann út en ekki bara að standa upp til þess að fara á klósettið eða eitthvað. Þeir bara lesa einhvernveginn í líkamstjáningu okkar.
Svo annað…
Ég hef verið að lesa að það sé verið að nota hunda í að þefa uppi krabbamein… !!! Satt! Las þetta í hundabók eftir Bruce Fogle og svo var þáttur um þetta á Animal Planet. Ein kona var búin að fara til tveggja lækna að fá álit á fæðingarbletti sem henni fannst grunsamlegur og þeir sögðu að það væri ekkert að. Þá var henni sagt frá hundi sem fann svo meinið í henni. Þetta er ótrúlegt!
Ég legg svolítið leið mína í hólfin í Öskjuhlíðinni og vil bara minna hundaeigendur á að pikka upp skítinn eftir hundana sína! Það er ekki sjón að sjá svæðið um þessar mundir. Er virkilega svona erfitt að muna að hafa poka í vasanum eða að beygja sig niður, er það málið? *pínu-hneyksl*
P.s. Myndin er að Gordon Setter.