Já, það eru borðaðir hundar í Kína. Ég er sjálfur að fara til kína á mánudaginn (vííí!!) og næstum allir sem ég hef sagt frá því hafa hvatt mig til að smakka hundakjöt.
Nú er maður auðvitað aldrei alveg viss (því maður veit ekkert hvað er í matnum sem maður pantar þegar maður skilur ekki matseðilinn), en ég gæti aldrei borðað hundakjöt vísvitandi! Hundar eru töluvert gáfaðari dýr en kindur og svín, og mér finnst samt óþægilegt að borða húsdýrin okkar (læt mig samt hafa það af því að … það er bara svo gott ;)… Svo eru hundar náttúrulega uppáhalds dýrin mín (eins og kannski margra sem þetta lesa), og ég hef einhvernvegin alltaf litið á hunda sem svona hálfmennsk dýr, þannig að mér myndi eiginlega líða eins og ég væri að borða vini mína (svo við vitnum í ónefnda íslenska kvikmynd…).
Hvað um það, þá vil ég að allir viti að ég myndi aldrei borða hund, og ég skal svo sannarlega skrifa grein um aðbúnað hunda í Kína þegar ég kem til baka (eftir tæplega hálfan mánuð)…
Ef ég kemst í nettengingu heyrið þið kannski frá mér, en annars eftir tvær vikur eða svo!
Bæbæ!
Happy E
We're chained to the world and we all gotta pull!