Æi, mér líður nú svolítið eins og hálfvita eftir að þú skrifaðir þetta, pank (þó að ég kunni að skrifa ÖÐRUVÍSI).
Ég veit að stökkið frá Beagle upp í Rottweiler er stórt, en sannleikurinn er sá að ég er búinn að vera að hugsa um stóran hund (Rottweiler, Schäfer…) í langan tíma, en var bara fyrst að byrja að skoða litlu hundana fyrir stuttu.
Um skuldbindinguna þá er ég búinn að skoða þær mjög gaumgæfilega, treystu mér… Já, það er einhver heima næstum því allan daginn (ég er reyndar í skóla, en kærastan mín er í listnámi og verður því heimavinnandi í framtíðinni (gerum við ráð fyrir), og svo verð ég annað hvort heimavinnandi að námi loknu eða með eigin atvinnurekstur, sem þýðir að hundurinn getur komið með í vinnuna (reyndar búinn að stofna eigin atvinnurekstur… Svo ég er ekki bara að giska…). Já, ég hef einhvern til að passa hundinn ef ég þarf að fara út úr bænum eða landinu (fullt af fólki sem kemur til greina reyndar, enda flestir í fjölskyldunni minni hundafólk). Ég er ekki að pæla í að fá mér hund í einhverju stundarbrjálæði sko, ég er búinn að vera að plana þetta í meira en sex ár, en hingað til voru aðstæður ekki fyrir hendi til að fá hund.
Hvað varðar hár út um allt, þá á ég kanínur eins og ég sagði áður, og ef þú heldur að kanínur fari minna úr hárum en hundar, þá skjátlast þér. Munurinn er bara að kanínuhár eru miklu fínni, og þessvegna mun meira pirrandi fyrir ofnæmissjúkling, en við lifum þetta af (ryksugum mjög mikið:). Ég þarf hvort sem er að fara út að labba eða hjóla með kærustuna mína á hverjum degi (hún er gjörsamlega ofvirk), svo að hundurinn fengi næga hreyfingu, treystu mér… Svo á pabbi heima við ægissíðuna, og á hund sem minn gæti leikið sér við niðri í fjöru… Næg hreyfing, treystu mér… Þakka þér kærlega fyrir áhyggjurnar (það þarf einhver að hafa áhyggjur af hundunum svo geðsjúklingar eins og ég nái ekki að skemma þá, hundar eru fyrir mér jafnvel mikilvægari en börn (ég nenni ekki að eignast börn, það er svo erfitt að ala þau upp, hvolpar eru miklu gáfaðari…))
Ókey, síðasti hlutinn af þessum skilaboðum var BARA djók… En ekki hitt..
Takk takk…
Happy E
We're chained to the world and we all gotta pull!