Hundar á tjaldsvæðum
Ég er búinn að eiga hund í mörg ár og er nú kominn með fleiri. En í gegnum tíðina hef ég ferðast innanlands og gist á tjaldsvæðum landsins, en þar er undantekningarlaust bannað að vera með hunda nema hann sé rígbundin allan tímann. þannig hef ég stundum fundið mér áningarstað fjarri skipulögðum tjaldvæðum en í staðin er enginn þjónusta í boði og maður er bara uppá náð bóndans og eiganda túnsins. Nú er ég í vinahóp sem samanstendur mestmegnis af hundaeigendum og höfum við mikinn áhuga á að ferðast saman með dýrin í sumar án þess að ver rekinn af tjaldsvæðum landisins. Ætla ég nú að spyrja hvort einhver viti um tjaldsvæði þar sem hægt er að vera með hund(a)og lausaganga ekki óæskileg en einnig hefur uppá einhverja þjónustu að bjóða sama hvar á landinu er.