Ég var að lesa það í mogganum um daginn að það mætti hvergi vera með hunda ef maður leigir sumarbústað hjá stéttarfélagi.
Mér persónulega finnst það fáranlegt. Hvað á fólk sem er með hunda að gera ef þeim langar í sumarbústað?
Þegar ég átti Stubb þá sótti ég um bústað og tók það fram að ég væri með hund og þau urðu bara dónaleg.
Mér finnst að það ætti að taka tillit til þess að það eiga afskaplega margir hund og vilja taka hann með í fríið!
Hvað finnst ykkur um þetta?
Hefur þetta aldrei stoppað ykkur frá því að fá bústað?
Þeir segja að þetta sé útaf ofnæmi, en er ofnæmið ekki útaf hárunum? Þá þrífur maður bara extra vel, ryksugar sófann og svona!
Hvað finnst ykkur?
Asley