Þá er litla greyið mitt bara orðin stór stelpa :)
Þar sem að þetta er fyrsta kvendýrið sem ég á, fyrir utan merina mína og eina finku þá veit ég ekki mikið um þetta svo öll ráð eru vel þegin.
Mér hefur allavega verið sagt að vera alls ekki með hana í kringum karlhunda, það er í lagi með tíkur. Þannig að greyið mitt missir af hundagöngunni :(
Svo að 14 eða 21 degi eftir að það byrjar að blæða þá fara hundar hvaðan æfa úr “rvk” að koma og kíkja á hana og þá þarf ég sko að passa hana.
Ég veit ekkert hvað þetta var búið að vera lengi því hún er svo lítil og ég veit svo lítið. Hvernig get ég séð þegar þetta er að verða búið og svona. Það kemur bara blóð þegar ég þurka, þá er smá dropi, annars tek ég ekkert eftir þessu.
Þannig að endilega segið mér allt um þetta sama hversu fáránlegt það er :)