Ég hef mikið orðið vör við það, bæði hérna á huga og annarsstaðar, að hundaeigendur líta ekki á hundinn sem skuldbindingu heldur frekar eitthvað áhugamál sem þeir geta hætt að stunda þegar þeim hentar eða þegar áhugamálið er orðið of stórt (ekki lengur hvolpur), þarfnast of mikillar athygli, hreyfingu eða einhvers sem eigandinn getur ekki veitt þeim og hugsaði ekki útí fyrirfram.
Ótrúlega finnst mér leiðinlegt að sjá auglýsingar í blöðunum um hunda til sölu v/óviðráðanlegra aðstæðna, ég geri mér grein fyrir því að alltaf geta komið upp aðstæður sem ekki er hægt að reikna með en í flestum þessara auglýsinga er hundurinn einmitt 7-10mánaða (hættur að vera hvolpur) og það hlýtur að vera aðeins meira en tilviljun!!
Fólk ætlar nefnilega oft að fá sér hvolp en ekki hund og gerir sér síðan ekki grein fyrir því að hvolpurinn verður hundur, hundur með miklar þarfir eins og hver önnur lifandi vera.
Þegar ég fékk mér hund þá fékk ég mér hund til framtíðar, honum verður ekki hent þó hann verði gamall, þreyttur eða óþekkur! Hundurinn er mín skuldbinding, hann er líf sem ég tók að mér að ala upp, ekki líf sem ég á og get gert það sem mér sýnist við heldur líf sem er dýrmætt og ég fæ heiðurinn af því að ala hann upp og kenna honum og jafnvel leyfa honum að kenna mér!
Ekki prófa að fá ykkur hund, annaðhvort fáið þið ykkur hund eða ekki ! og standið síðan við þennan pakka það sem eftir er!
Enginn lógar barninu sínu þó að það sé óþekkt eða passar ekki við nýja sófasettið, af hverju metum við líf hundanna okkar eitthvað minna ?
Isiss