sælinú hunda-hugarar.
mig langar aðeins að fá að tjá mig hérna hjá ykkur. ég á reyndar ekki hund núna en ég hef átt tvo yndislega hunda og langar í hund en aðstæður leyfa það ekki núna.
ég er viss um það að það er mjög hollt og gott fyrir börn að alast upp með dýrum. þau læra þá að virða og umgangast þessar elskur. en það sem fer mjög í taugarnar á mér er að sjá litla krakka (6-12 ára) úti að ganga ein með hunda. ekki það að þau meigi ekki leika við hundinn og taka þátt í lífi hans. heldur er ekki rétt að láta þau bera ábyrgð á dýrinu.
það ætti aldrei að láta börn um uppeldi á dýrum. til dæmis var ég áðan úti að ganga og hitti þrjár litlar stelpur, um 10 ára gamlar úti að ganga með stóran labrador-hund. sú sem hélt í tauminn var greinilega eigandinn (eða vonandi dóttir eigandans) því hún togaði í tauminn og öskraði sífellt á greyjið: “hæl, hæl”.
greyjið hudurinn setti undir sig hausinn og gekk skömmustulegur á eftir henni.ég, þessi frekjudolla var næstum búin að segja eitthvað en foreldrarnir voru ekki þarna svo það var engan hægt að skamma.
hvernig á 10 ára barn að ráða við hund? þótt hann sé vel upp alinn og góður þá geturu hitt annan hund sem er ekki eins góður. hvernig á barna að bregðast við því?
nú spyr ég ykkur: hvað finnst ykkur um þetta? er þetta kannski barasta röfl í mér?
kv. forynja
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”