Væri gaman að sjá mismun milli dýranna okkar sambandi við hvað þau leyfa okkur að gera við þau og hvað við þurfum að láta t.d. dýralækni gera. Hvernig ganga þessir hlutir hjá ykkur?

Ég má;
-Tannbursta minn og hann stendur kyrr á meðan og sleikir bara útum sennilega er þetta lifrar-hundatannkrem bara nokkuð gott á bragðið! Ég rak augun í það um daginn að það var komin smá tannsteinn á öftustu jaxlana hans, og ég fékk að kroppa það í burtu með mínum eigin nöglum, það var ekki orðið það mikið að ég þyrfti eitthvað áhald. Svo nudda ég góminn hans eftir á. Las í náttúrulækningabók að það virkaði róandi á þá. Hvað svo sem til er í því. Mér sýnist bara á honum að honum finnist það þægilegt.
Allavega eftir að ég sá þennan tannstein fær voffi tannburstun mjög reglulega “on the house”.

-Setja dropa í eyrun hans með því að láta hann liggja hjá mér og tala rólega og blíðlega til hans á meðan. Nudda svo mjúklega eftirá og gef honum síðan nammi. ;) Hann hatar þessi dropa!

-Þrífa yst inni í eyrunum hans með eyrnapinna. ATH ég sagði yst, ekki innst. Það má víst ekki pota með eyrnapinna neðarlega í eyrun þeirra, það ýtir víst skítnum neðar.

-Klippa hárin milli tánna þó honum kitli við og við. Það gekk reyndar erfiðlega fyrst en svo þegar hann fattaði að ég var ekki að fara klippa klærnar þá leyfði hann mér það.

-Baða hann, hann hefur stundum hoppað uppí baðið sjálfur.

-Þurrka hann með hárblásara eftir baðið eða eftir að hann kemur inn úr rigningu og ég þarf að þurrka í kringum eyrun hans.
Það er nokkuð sætt þegar ég er að þurrka hann eftir bað, því þá liggur hann á gólfinu og rymur í hvert skipti sem hitinn kemur yfir hann.

-Greiða honum…ég spyr, hvaða hundi þykir það vont svosem ;)

Ég má EKKI;
klippa neglurnar hans. Hann kippir og togar og jafnvel nagar hendina á mér. Endaði með því að ég gafst upp og lét dýralækni sjá um það. Hún sagði líka að hún væri ekki hissa á að það hefði gengið erfiðlega hjá mér því þær væru svo þykkar að það væri einsog væri verið að klippa í sundur bein eða brjósk eða eitthvað.

Gungun