Fólk sem þekkti mig þegar ég var lítil hefði aldrei haldið að ég væri mikið fyrir hunda. Ég forðaðist þá eins og heitan eldinn og það var nokkuð góð ástæða fyrir því að mínu mati þá. Þegar ég var eitthvað á milli 5-7 ára, jafnvel yngri(man ekki akkúrat hvenær það var), þá var hundur sem beit systur mína. Systir mín hefur alltaf verið mikil dýramanneskja og lét þetta ekkert á sig fá og hélt áfram að vera óð í að klappa öllu loðnu sem hún sá, ég hins vegar varð alveg skíthrædd við ókunnuga hunda. Svo þegar ég fór í sveit eitthvað um 13 eða 14 ára fór þetta að rjátlast af mér, ætli ein ástæðan hafi ekki verið að hundarnir þar voru svo góðir og blíðir. Ætli maður geti ekki sagt að þeir hafi kennt mér að umgangast dýr. Og núna er ég mikill dýravinur, á hund, hest og langar í kött. Fólk fattar kannski ekki að ég sé dýravinur og halda að systir mín sé miklu meira fyrir dýr en ég, en það er ekki alltaf að marka hvað þú ert með mikið af dýramyndum upp á vegg hjá þér eða hvað þú talar mikið um að þú sért svo mikill dýravinur og elskir dýr, sumt sérðu ekki á yfirborðinu!!!
Alla vega, pointið með öllu þessu blaðri er að hundar eru æði!!
Nei, svo ég sé nú alvarleg þá eru hundar eitt af því sem að mér finnst að eigi að vera í lífi hvers barns… já, hvers manns.
Allir ættu að alast upp með dýrum og læra að sýna smá ábyrgð og læra að umgangast hunda jafnt sem önnur dýr. Og auk þess eru hundar líka bestu vinirnir sem nokkur getur eignast.
Að minnsta kosti er \“littla dúllan\” mín einn af bestu vinum mínum.
Hann er alltaf til að fara út í smá göngutúr eða leika.
Að lokum:
Hundurinn minn er mesta dúlla í heimi!!!!!