Sælir hunda hugar !

Mig langaði aðeins að tjá mig um hunda þegar ég las hér grein um hrfí eða íshunda.
Ég hef nú ekki mikla reynslu af hundum en tók inn á heimili mitt tímabundið Springer tík.
Þetta þróaðist þannig að ég átti ketti en fyrrv. vildi hund og til að fá að hafa kisurnar mínar í friði fékk hann að kaupa hund.

Ég var alger nýgræðingur varðandi hunda og hafði ekkert vit hvorki á kaupum á hreinræktuðum né hvernig ala skyldi upp hund.

Það sem situr fast í mér í dag er hvað ég var fáfróð þegar við tókum við hundinum. Kærastinn vildi Springer en hafði ekki efni á að kaupa hjá viðurkenndum ræktenda. Við fréttum af springerum í Laugardalnum og þangað fórum við til að kaupa hund.

Mörg ykkar sem eruð á fullu í ræktun fáið eflaust hnút í magann. Ég skil eiginlega ekkert að ég skildi láta hafa mig út í þessi kaup. Ég hefði átt að vita betur þar sem ég hef aðeins verið viðriðin hreinræktun katta.

Við keyptum á 60.000 kr. ættbókalausa hreinræktaða springer tík sem reyndist þegar heim var komið þurfa tvöfalda ormahreinsun, hún var svo illa skítug í eyrum að dýralæknirinnn hélt hún væri heyrnarlaus en svo kom í ljós að um eyrnamaura var að ræða.

Jú jú við tókum þessu öllu þegjandi og hljóða laust. Borguðum offjár í dýralæknaskoðun og á endanum vorum við eflaust komin hátt upp í þann kostnað sem viðurkenndur springer væri. Hún var svo mikið augnayndi að okkur fannst hún hafa allt fram yfir hina “snobb” hundana að bera.

En svo kom á daginn að voffi var sendur í sveitina. Það reyndist ómögulegt að húsvenja hana. Hún var enn að gera þarfir sínar inni. Þegar við snérum okkur svo með vandamálið til dýralæknis var mér sagt að hún væri að öllum líkindum ofvirk og væru margir hundar sem kæmu frá ræktandanum í laugardalnum þekktir fyrir ýmsa erfðargalla og hegðunarvandamál.

Mig tók það mjög sárt að senda hana burt en því miður réði ég ekki við að skikka hana til.

Með þessari grein vil ég einnig vara fólk við hvaðan það fær hundana sína. Vegna þess hve fólk getur verið vitlaust þegar það fer út í það að fá sér gæludýr gerir það svona vitleysu eins og ég gerði og þannig kemst ræktandi sbr. þann í laugardalnum upp með sölu á illa ræktuðum hundum !!!
Skógarkettir.tk