Ég var að velta fyrir mér hve oft þið baðið hundana ykkar. Ég er að fá Cavalier eins og hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum hérna ;-)
Ég fór á Hundasnyrtistofa Sóleyjar, Dýrin mín stór og smá til að kaupa Solid Gold hundamat sem ku vera mjög gott og var sagt að Cavalier eigendur gefi það almennt. Hún benti mér á að kaupa svona pakka sem í er þurrsjampó, venjulegt sjampó, hárnæring, ilmvatn og einhver svona olía. Sem og ég gerði.
Ég hef allstaðar lesið að það verði að bursta þá reglulega og svona en er ekki mikið nær um hve oft er ráðlagt að þvo þá. Og hvort eigi að nota þá þurrsjampó eða venjulegt. Líklegast best að nota til skiptis eða ?
Kv. catgirl