Góðann daginn gott fólk,

ég hef séð hér á Huga og víðar að upp hefur komið spurningin hver er munurinn á Íshundum og HRFÍ ? Munurinn er gífurlegur með tilliti til skráningar á HREINRÆKTUÐUM hundum, HRFÍ er alls ekki gallalaust félag því hef ég sjálf kynnst og ekki er laust við að þar sé klíkuskapur í fyrirrúmi, en HRFÍ má þó eiga það að þar er unnið af fagmennsku í fyrirrúmi þegar kemur að skráningum hunda í ættbók og ef upp koma vafatilfelli er reynt að komast að hinu rétta, hmmm Íshundar, já það hvað er nú það, jú Íshundar er stofnað utan um EINA ræktun það er ræktunina á Dalsmynni og EKKERT annað. Í ættbók Íshunda er hægt að skrá hvað sem er hvort sem hundurinn eða tíkin hafa pappíra eða ekki, og hvort sem það er eigandinn eða ekki sem skráir hundinn inn í þessa ÆTTBÓK Íshunda. Íshundar halda því fram að þeir hafi UCI stimpil á ættbókum sínum og það sé mikils virði,hmmm aftur, jú það má slá riki í augu einhverra með UCI stimpli en ekki til lengdar, hvað er UCI? Jú UCI er LÍTIÐ félag eða regnhlífasamtök fyrir hundaræktarfélög í ýmsum löndum og hver eru þessi hundaræktarfélög, Jú þetta eru í ÖLLUM tilfellum félög sem innihalda ræktendur sem ekki geta verið í hundaræktarfélögum innan FCI, sem sagt ræktendur eins og Dalsmynni. Ef fólk fer inn á síðu UCI kemur í ljós að þar er ekkert að finna, engar upplýsingar um aðildafélög eða annað, helst held ég að megi líkja þessum samtökum við United Kennel Club í USA og þar er hægt að skrá hvað sem er ef þú hefur eitthvað hripað á pappír. Og niðurstaðan er ÆTTBÆKUR FRÁ ÍSHUNDUM ERU EKKI KLÓSETTPAPPÍRS virði þegar kemur að því að bera saman ættbækur þeirra og HRFÍ. því miður þar sem margir hafa látið blekkjast af þessum UCI stimpli, en hver getur ekki búið til stimpil, eins og bara ættir :-))))
Með bestu kveðjum,
Marta