Malamutar á Íslandi !! Í þessari grein ætla ég að fjalla um uppáhalds hundategund mína sem ég er reyndar að flytja inn til landsins. Þessi tegund heitir Malamute og á íslensku kallast hún Alaskaski sleðahundurinn.

Saga þessarar hundategundar er mjög gömul og reyndar er ekki vitað hve langt aftur í tíman hún nær. Því hefur verið haldið fram að hundategundin sé um 4000 ára gömul en nýjustu fornleifar sýna að hann sé 12000-20000 ára gamall , þetta eru elstu heimildir sem til eru um hundategund.” Dogs and people, people and dogs: It’s a love story so old no one knows how it started”.
Fyrir mörg hundrðum árum síðan lifðu eskimóar við verstu kulda aðstæður jarðar í Alaska. Þeir ferðuðust mikið á milli svæða vegna matarskorts og vegna kulda. Í þessum ferðum treystu þeir hundum fyrir lífi sínu og fjölskyldunar. Þessir hundar voru risar þeir voru allir stærri en 90 cm á herðakamb og þeir vógu allir yfir 90 kg. Þeir voru stærstu og sterkustu dráttar hundarnir en með blíðustu og elskulegustu eiginleikum. Eskimóarnir notuð þá einnig á veiðum á ísbjörnum og öðrum dýrum. Þeir voru líka stundum skildir eftir á heimilum eskimóana og pössuðu börnin. Eskimóarnir voru mjög góðir við hundana sína, þeir gáfu þeim að borða eins oft og þeir vildu. Þeir leyfðu þeim einnig að sofa inni hjá sér og voru þeir metnir jafn mikið einsog börnin. Þessi mannlega aðferð gerði þá að mjög vinalegum hundum, aðrir sleða hundar eru mjög lítið mataðir og farið illa með þá þessvegna eru þeir ekki með eins gott skaplyndi. Án Alaska sleðahundsins var ómögulegt fyrir þá að lifa við þessi erfiðu skilyrði .
Hvaðan kemur nafnið á hundategundinni ? Nafnið kemur frá Eskimóa flokknum sem ræktuðu þessa hunda og var flokkurinn kallaður Mahlemuts.
Á Gulltímabilinu var mikil þörf fyrir sleðahunda og var Alaski sleðahundurinn dýrmætastur og mest virtur af öllum hundum. En vegna þess hvers mikills virði hundarnir voru hjá eskimóunum var mjög erfitt fyrir hvíta manninn að fá hundinn. En þegar eskimóarnir voru búnir að setjast að voru þeir tilbúnir að selja hundana sem höfðu skipt þá svo miklu máli. Því var hundategundin í úrýmingarhættu á gulltímabilinnu. Alaski sleðahundurinn var oft blandaður við minni og hraðskreiðari sleðahunda því hvíta manninum var alveg sama um hreinleika hundategundarinnar. En til allra hamingju komu seinna áhugamenn sem björguðu hundinum frá útrýmingarhættu.

Í dag eru til tvenskonar Malamutar. Ein þeirra eru kallaðir M’loot og til eru mjög fáir hundar af því kyni og hinn er kallaður Kotzebue. Eitt er það sem skilur þá í sundur og er það stærðinn. Hreinir M’lootar eru 80-90 cm á herðakamb og 70-90 kg þungir og geta verið en stærri og er miklu stærri en Kotzebue. Annað sem skilur þá í sundur er liturinn Kotzebue koma aðeins í gráum lit en M’loot koma í fleirri litum. En annars hefur hundurinn mjög lítið breyst í útliti frá forfeðum sínum og hafa þeir alla eiginleika forfeðra sína. Fólk finnst þeir óskaplega líkir frænda sínum úlfinum í útliti, reyndar eru þeir mjög líkir frænda sínum og leika þeir oft frændur sína í myndum. Þeir hafa stórbeinóttan líkama með hveldri bringu. Þeir hafa tvöfaldan feld innri og ytri feld sem er mjög þykkur. Þrátt fyrir mikinn feld eru þeir mjög hreinlegir. Þeir þrífa sig sjálfir alveg eins og kettir. Skottið á þeim er mjög loðið og bera þeir það oftast yfir bakið. Þófarnir á þeim eru mjög stórir og þykkir. Venjulegur Malamute getur dregið 20 – 25 sinnum sína eigin þyngd, eingin hundategund getur dregið eins mikla þyngd .

Alaski sleðahundurinn er mjög vinalegur hundur, hann elskar allt fólk og krakka þessvegna er hann lélegur varðhundur, reyndar hef ég aldrei hitt vinalegri hund. Hann eru hóp dýr og þessvegna þarf hann mikla ást og athygli. Þessi hundategund geltir heldur aldrei, þeir eru mjög hljóðlegir en eiga með til að tala. Hvað meina ég með að þeir tali, því hefur verið líkt við Chewbacca úr myndinni Star Wars með eins konar wooo woo hljóðum. Eigendur hafa líka oft fundið sig í fullum samræðum við hunda sína og báðir aðilar skilja hvorn annan. Þeir eru einnig þekktir fyrir að spángóla og þeir eru einnig taldir með gáfuðustu hundategundum.
Ég er nú búin að flytja inn einn hund til landsins sem er nú í einangrun í Hrísey og í framtíðinni mun ég flytja fleiri. Þetta er tík og er hún af M’loot kyni . Hún mjög falleg og vinaleg og hef ég aldrei fengið eins hlýjar mótökur af ókunnugum hundi. þegar hún var tólf vikna vóg hún 24 kg og þegar hún var 5 mánaða vóg hún 40 kg. Í framtíðinni mun ég rækta þessa hunda, ég er í föstu sambandi við einn hundaræktanda sem er talin vera bersti Malamute ræktandinn. Hann er búin að rækta þessa hunda í hálfa öld.