Góðann daginn gott fólk og bestu kveðjur héðan úr Danaveldi.
Ekki veit ég hver þessi brundsi er en nafngiftin gefur svo sem ekki neitt venjulegt til kynna:-)))Þann 14 apríl síðastliðinn hóf að því ég best sé midlarinn umræðu um Dalsmynni og þar dróst ég og mín ræktun inní, einn er það sem skrifar mönnum meira um mína ræktun og mína framkomu en það er brundsi(brundsa ? )
1. Ég hef ALDREI fengið kæru frá einum né neinum vegna ættbóka, hvorki brundsa-u eða öðrum hvað þá að hafa lent í málaferlum vegna þeirra, þar sem ég hef einu sinni lent í málaferlum vegna hundaræktunar minnar og VANN málið en það var við HRFÍ.
2. Ég hef ALDREI skotið, lógað eða á annann hátt drepið hundana mína og hakkað þá í hundafóður fyrir hina hundana, aftur á móti fengu hundarnir mínir hakkað hrossakjöt og kindakjöt og kannski hefur brundsi-a miskilið það eins og svo margt annað. (eða dreymt þetta bara allt saman)
3.Ég hef ALDREI skuldað HRFÍ eitt né neitt umfram aðra ræktendur og allar ættbækur sem hafa átt að fylgja mínum hvolpum verið greiddar á réttum tíma, en það sem kannski hefur vafist fyrir brundsa-u er að á tímabili gekk ég úr HRFÍ og ÞANN TÍMA fylgdu EKKI ættbækur mínum hvolpum og það kom einnig fram í verði hvolpana sem var um það bil helmingi lægra en með ættbók.
4.Þegar ég fór með hvolpana mína í bæinn til að afhenda þá voru þeir ætið baðaðir áður og hafi eitthvað verið að þeim þannig séð gætu þeir hafa orðið bílveikir á leiðinni, og hvað mig varðar þá held ég að mitt hreinlæti sé nú bara svona eins og gengur og gerist með venjulegt fólk, en ég tek það fram að ég mætti jú ekki uppábúin tilbuin á Borgina heldur bara hverdagsklædd svona eins jón jons eða þannig :-))
5.Ekki veit ég hvaða fund þú hefur átt með yfirdýralækni og mínum héraðsdýralækni en eitthvað hefur sá fundur farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim báðum, því þeir hafa víst gleymt að kæra mig, þannig að ekki veit ég hvað þú vannst þar:-))
6. Ég hef einu sinni fengið á mig tilraun til kæru frá Sigríði hjá Dýraverdunarsambandinu og taktu nú eftir brundsi-a TILRAUN, ég á öll gögn um það mál og þar kemur fram svar frá Yfirdýralækni og héraðsdýral. að EKKERT sé athugavert við mitt hundabú og frú Sigríður hafði ekki erindi sem erfiði í þessu máli og í beinu framhaldi af því fengu Silfurskuggar starfsleyfi í fyrstu tilraun og voru þar með fyrsta hundaræktunin á Íslandi sem fékk starfsleyfi.
7. Ha,ha,ha, mér er nú bara hlátur í huga þegar ég les eftirfarandi
“einu sinni fór ég með vinkonuminni til mörtu því að hún ætlaði að sækja ættbókina en viti menn, þegar við spurðum hana virkilega hvort hundarnir væru geymdir í þessum fiskikörum, það voru smá hvolpar að hýrast í þeim, þá trylltist hún og hljóp á eftir okkur með brjálæðisglampa í augunum. þarna vorum við sko heppnar”
Eins og mér hefði dottið í hug að fara að elta fólk út um allt og hvað varðar “æðisglampann” þá held ég að þú hljótir að hafa haft sólina í augun :-))
Ég veit ekki hvað svona fólki eins og þér brundsi-a gengur til en það er eitt víst að menn ættu fyrst að líta sér nær og hvað varðar Dalsmynni þá vil ég benda þér og öðrum á að vinsamlegast ekki nefna mig og mína RÆKTUN í sömu andrá og hvolpaframleiðsluna á Dalsmynni, því það sem þar fer fram á EKKI neitt skilt við HUNDARÆKTUN. Og ef þú vilt eitthvað rökræða það þá er það guðvelkomið hvenær sem er. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa sent inn bréf varðandi þetta mál og að því ég best fæ séð stutt mína ræktun, enda hef ég í gegnum árin reynt að flytja inn og gera hlutina eins og best er hægt. Og svona til frekari fróðleiks þá hef ég ekki hætt ræktun heldur tekið pásu á meðan við erum að koma okkur vel fyrir hér í Danaveldi.
Með kærri kveðju til allra og þakkir til þeirra sem mína ræktun hafa varið, og tek undir með einum ritaranum:
BJÖRGUM HUNDUNUM Í DALSMYNNI FRÁ ÖMURLEGU LÍFI OG HVOLPAFRAMLEIÐSLU.
Marta Gylfadóttir
Silfurskugga hundarækt.