Bíddu; hvernig dettur þér í hug að loka hvolpinn inni í þvottahúsi!!! Ég er ekki hissa þó hann hafi grátið greyið litla. Skilur þú ekki að hann er að koma frá móður og systkinum þar sem hann hefur legið í hlýjunni og aldrei leiðst?
Ég verð alveg ferlega pirruð þegar ég heyri að fólk loki dýrin sín inni og láti þau gráta dagana langa eða nætur. Hundurinn er í eðli sínu félgsvera og þarf að vera nærri húsbónda sínum að örðum kosti líður honum ekki vel.
Vitaskuld pissar lítill hvolpur út um allt; við hverju bjóstu eiginlega?
Það tekur ekki langan tíma að gera hann að mestu húshreinan ef rétt er farið að og aðstaðan er góð. Hundar hafa tilhneiingu til að pissa á eitthvað mjúkt þar sem þvagið rennur niður; þeim finnst vont að blotna. Því verður þú að hafa eitthvað fyrir hann til að pissa á s.s.dagblöð, mottur, eða úti á gras. Mínir hundar fást alls ekki til að pissa nema niður í jarðveginn og þegar þeir voru minni var ég með mottur og dagblöð sem ég færði smátt og smátt að dyrunum. Þetta tók sáralítin tíma. Svo er náttúrulega að sjá um að hvolpurinn fari út um leið og hann vaknar því þá vill hann pissa og eftir mat vill hann gera stykkinn sín. Þetta krefst þolinmæði og alúðar að hugsa um lítin hvolp fyrstu vikurnar.
Gangi þér vel og ekki láta hann gráta einan á næturnar. Það er eins og að taka að sér lítið barn að taka að sér hvolp.
Kv. pank