Jæja þá er komið að því að kenna honum að vera kyrr liggjandi ef þú ert ekki búinn að því nú þegar. Ef hann kann að sitja kyrr er það flott. Þá byrjarðu á því að láta hann setjast og svo leggjast. vertu alltaf tilbúinn með nammi. Þegar hann er lagstur, sleppirðu ólinni/bandinu hans og segir ákveðið kyrr við hann um leið og þú gefur merki með höndunum, Þú stendur allan tíman við hlið hans. Þegar þú hefur sagt KYRR labbar þú eitt skref í burtu, stoppar, strax til baka til hliðar við hundinn, bíður í smástund og gefur honum nammi ef hann liggur ennþá. Ef hann hinsvegar liggur ekki kyrr, þá þarf að vara fljótur að skamma hann og ýta honum niður. Svo er bara um að gera að lengja tíman og vegalendina sem þú ferð frá honum. t.d. labbar eitt til tvö skref í burtu og bíður í 20 sek, labbar svo kannski 10 skref, bíður í 20 sek, labbar 10 skref og bíður í 1 mín.
Svo geturðu látið hann standa kyrran. Þá læturðu hann standa, krýpur við hliðina á honum, ert með nammi í hendinn sem er fjær þér. Lætur hann finna lyktina og dregur hendina hratt í burtu og að honum aftur, segir þá STANDA og gefur honum nammið. Það er voðalega gott að tylla hendinni undir nárann á honum því þeir eiga það til að setjast, þá er gott að geta lyft undir svo að hann hætti við. Ekki gefa honum nammi nema hann hafi staðið alveg kyrr, svo getur þú farið að labba í burtu og sagt standa og hann ætti að standa alveg kyrr. Ekki skamma hann ef hann sest óvart því þá fer hann að tengja það við eitthvað sem hann má ekki gera og hættir að setjast fyrir þig, ef hann sest þá bara labbar þúað honum, gefur honum ekki nammi og reisir hann upp.
ég vona að þú getir nýtt þér þetta eitthvað, endilega sendu mér línu ef það er eitthvað sem þú vilt forvitnast um og/eða læra meira.
Kveðja Scorpion