Jæja þá er skvísin mín komin með nafn, Sara skal hún heita :)
Hún er búin að vera í hörku stuði í dag, elta Sám og Ottó útum allt. Sámur er farin til frænku minnar aftur. Ottó er ekki alveg sama um hana Söru og vill helst ekkert að hún sé að hlaupa svona á eftir honum, en um leið og hún er ekki að fylgjast með, þá er hann komin ;)
Hún reyndar vill ekkert borða matinn sinn, bara matin hans Ottó og meirað segja stóru kúlurnar hans Sáms. Ég gat látið hana borða smá af sínum mat með því að mata hana. Annars er hún hlaupandi á eftir manni ef maður er sjálfur að borða, algjör sníkirófa. Er næstum þvi búin að læra að sitja þegar mar segir sestu :) Ýkt montin ég!
Við fórum til kærasta míns og vorum að skoða hundana hans, Söru er ekkert alltof vel við hana Hnotu, hún er aðeins of forvitin fyrir sinn smekk, vill miklu frekar skoða dýr sem vilja ekkert með hana hafa! Síðan komu foreldrar kærasta mins í heimsókn í kvöld og hún fékk þetta líka þvílíka dekur :)
Allt sem þið vitið um Pomeranian megið þið endilega segja mér frá :)