Varð að fá að fleygja þessu hér inn til að létta andrúmsloftið :)
Þetta hangir upp á vegg hér í skotinu hennar Perlu :
Eignarhaldsreglur hundsins :
1) Ef mér líkar það, á ÉG það
2) Ef ég er með það í munninum, á ÉG það
3) Ef ég næ því frá þér, á ÉG það
4) Ef ég var með það rétt áðan, á ÉG það
5) Ef ég sá það fyrst, á ÉG það
6) Ef ég þefa eitthvað uppi, á ÉG það
7) Ef það virðist vera mitt, á ÉG það
8) Ef eitthvað brotnar……þá átt ÞÚ það
Úr orðabók hundanna:
Hundarúm: eitthvað mjúkt og hreint, eins og ábreiða á stórum svefnkassa fyrir fólk, eða nýi letingjastóllinn í stofunni.
Heyrnaleysi: Ástand sem grípur hundinn þegar honum er skipað að gera eitthvað sem hann vill ekki gera eða þegar kallað er á hann og hann upptekinn við “mikilvæg” verkefni.
Bað: Athöfn sem fer þannig fram að eigandinn bleytir sig, veggina og gólfið og hundurinn hristir sig svo allt fari á flot.
Hvað þarf marga hunda til að skipta um ljósaperu ?
Ef það er :
Rottweiler : einn og hann ræðst í verkið.
Australian shepard: einn og reyndu að sannfæra hann um að það eigi að henda ónýtu perunni.
Bulldog: einn, en það tekur 3 ár.
Pommeranian: þeir skipta ekki um peru , en hugsanlega útvegar umboðsmaður þeirra German shepard í verkið.
Afgan: ljósapera…hvað er það
Golden retriever: Sólin skín, það er morgunn allur dagurinn framundan. Hvaða æsingur er þetta út af einni ljósaperu.
:)