Ég vona að ég fái að senda þessa grein inn þar sem mér þótti svo ofsalega vænt um litla sæta hundinn minn hann Höskuld. Er það von mín að þessi saga verði til þess að fólk fari að hugsa betur um hundana sína en það hefur gert og sýni þeim meira umburðarlyndi.
Jæja þá hefst frásögnin. Hann Höskuldur litli er/var hreinræktaður bolabítur(bulldoggius, aðeins lítill sætur hvolpur sem mér þótti alltaf voða vænt um. Hann hafði alltaf verið góður og þægur og fljótur að læra það að kúka ekki útum allt. Þegar hann var orðinn 1 árs (veit ekki hvað það er í hundaárum) hljóp hann yfir götu á eftir einhverri kattarskömm en skyndilega kom bíll á fullri ferð og keyrði yfir hann, réttara sagt yfir skottið á honum. Ég hafði verið útí glugga að horfa á hundinn minn sem að ég gerði svo oft vegna þess að mér finnst/fannst hann alltaf svo fallegur. Ég hljóp beint út á götu, tók Höskuld í fangið og hljóp þannig með tárin í augnhvörmunum beinustu leið til dýralæknisins sem að var rúmlega 1 km í burtu. Höskuldur var allur blóðugur svo að dýralæknirinn dreif hann strax inná sjúkraherbergið sitt og lokaði á eftir sér. Ég beið með tárin í augunum frammi á biðstofu og alveg skítstressaður yfir að þetta væri síðasti klukkutími Höskulds og jafnframt síðasti klukkutími sálarlífs míns. En 2 tímum seinna kom læknirinn með Höskuld brosandi út að litlu sætu eyrunum sínum með sárabindi um bossann en annars allt í lagi með hann. Læknirinn sagði að hann hefði misst skottið en allt annað væri í lagi. Ég hafði aldrei fundið fyrir jafnmikillar gleði á ævi minni. En aðeins 3 vikum síðar þann 15. maí 2001, endaði hann snögglega ævi sína. Ég hafði einu sinni sem oftar leyft krökkunum í hverfinu, sem ég hélt að ég gæti treyst, að fara út með Höskuld til að viðra hann. Ég er að horfa á þá og veit ekki fyrr til en þau eru búin að taka ólina hans og binda um hálsinn á honum. Hengdu þau svo bandið í spýtu sem var þarna. Höskuldur hékk þarna og barðist um. Ég hleyp út með sambland af reiði og vonsvikni. Ég losa Höskuld úr snærinu en, um seinan. Höskuldur litli var dáinn, aðeins búinn að lifa í eitt ár.
Þessi litla saga ætti að kenna ykkur það að fara alltaf vel með hundana ykkar vegna þess að þessar dúllur eru líka með sál. Síðan þetta gerðist hef ég verið þunglyndur en það er sem betur fer allt að batna. Ég er búinn að sætta mig við það að hann kemur ekki aftur og geðlæknirinn minn ráðlagði mér að opna mig á opinberum vettvangi svo að ég geri það hér.
Með kærri kveðju:
Höskuldur og Höddi