Keyrt á og stungið af
Á fimmtudeginum sl.um tólf leytið fáum við hringingu um það að það sé búið að keyra á hundinn okkar. Bróðir minn hjóp út og náði í hana rennandi blauta og ógeðslega.Hann sem keyrði á hana var á fullri ferð og stoppaði ekki. Því betur fer voru hjón í göngu túr sem heyrðu lætinn og hringdu í okkur og létu okkur vita. Við fórum með hana uppá spítala og þá kom í ljós að ein aftur löppin var úr lið og hún var þrí brotinn mjaðmagrindinn á henni. og það mundi kosta um 150 þúsund að gera við þetta úta því að það mundi þurfa að panta eitthvað járnstikki og fá upplýsingar frá Bretlandi. Og þau mundu ekki fá neinn svör fyrr en á morgun. Þannig að við þurftum að bíða og halda í vonina. Síðan um morguninn hringdi læknirinn og sagði að þeir í Bretlandi höfðu bara hrysst hausinn. Allt og erfið aðgerð og hún mundi aldrei ná sér á fullu. Og sagði hún að það væri best að leyfa henni að fara því henni leið ekki vel. Þannig á föstudeginum létum við svæfa hana með mikili sorg.Því þetta var frábær hundur. Og er öll fjölskyldan búinn að gráta af sorg. Hvernig er hægt að komast yfir þetta? Hvað á maður að gera?