Dogo Argentino Ég skrifaði þessa grein fyrir greinakeppni og vildi deila henni með ykkur. Ég þarf að setja hana aðeins öðruvísi upp hérna þarsem ekki er hægt að setja fleiri en eina mynd með hverri grein (greinin inniheldur upprunalega 14 myndir). Ég set linka á þær myndir sem mér finnst nauðsynlegt að fylgi með, ég vona að mér sé fyrirgefið fyrir það. :)

————————————————————-


Saga Dogo Argentino

Dogo Argentino, eða Argentinian mastiff eins og hann er stundum kallaður, var ræktaður af bræðrunum Antonio Nores Martinez og Agustin Norez Martinez. Antonio var rétt að verða 18 ára og Agustin ári yngri árið 1925, þegar Antonio tók fyrstu skrefin í sýn sinni að búa til stóra og öfluga hundategund sérstaklega fyrir Argentínu.
Þeir vildu notfæra sér sérstakt hugrekki Cordoba bardagahunds sem undirstöðu Dogo Argentino. Cordoba hundar voru þekktir sem virkilega árásargjarnir gagnvart öðrum hundum að bæði tíkur og rakkar vildu frekar slást við aðra hunda heldur en að fjölga sér, svo dó sú tegund út.




Formúlan að Dogo Argentino var:

1. Cordoba bardagahundur sem kjarni (nú útdauður)
2. Enskur Bendir sem gaf honum næmt nef sem yrði notað til að veiða
3. Boxer fyrir blíðlyndi og lífsgleði
4. Stóri Dan fyrir stærðina
5. Bull Terrier fyrir hugrekki og óttaleysi
6. Bulldog fyrir djúpa bringu og djörfung
7. Írskur Úlfhundur fyrir veiðieðli
8. Franskur Mastiff lagði til sterka kjálka
9. The Great Pyrenees fyrir hvíta feldinn
10. Spænskur Mastiff gaf sinn skerf af afli og styrk

Hér er mynd af Cordoban bardagahundi

Bræðurnir byrjuðu með tíu Cordoban tíkur sem þeir notuðu til tilraunar til að þróa tegundina eins og þeir vildu hafa hana. Þeir höfðu hátt í þrjátíu tíkur á tímabili. Án hjálpar frá fjölskyldu og vinum hefði þetta verið ómögulega gert þarsem þeir voru enþá í skóla og þeir eyddu öllum vasapeningum sínum í hundamat. En þeir fengu hundamat frá fjölskylduvinum á fyrstu árum ræktunarinnar sem hjálpaði mikið.
En draumurinn um að gera ræktuninna að veruleika var Antonio að þakka. Hann stýrði öllu saman og Agustin var hans hægri hönd.
Seinna varð Antonio virtur skurðlæknir, og læknisþekking hans bætti drauminn hans.

Hann skrifaði fyrsta staðalinn fyrir nýju tegundina árið 1928.
Því miður lifði Antonio ekki til að upplifa drauminn sinn. Hann var drepinn af manni sem reyndi að ræna hann á meðan villisvína veiði stóð yfir árið 1956. Agustin hélt áfram ræktuninni, vann mikið að nýju tegundinni og flutti höfuðstöðvar tegundarinnar frá Cordoba til Esquel í Patagóníu í suður-Argentínu.


Ætlast var af Dogo Argentino að geta fundið villisvín og stór kattardýr yfir stórar sléttur, króa dýrið af, ná því og halda því fyrir veiðimennina. Í hefðbundinni villisvínaveiði sker veiðimaðurinn svínið í hjartað meðan hundurinn heldur svíninu með kröftugu gripi sínu.

Mynd af Dogo að fanga Pumu


Meðlimur Kennel klúbbsins í Argentínu (FCI) uppgötvaði tegundina 31 júlí, 1973.


Áður fyrr var tegundin notuð í hlýðni, herinn, lögreglustörf og meira að segja sem blindrahundar.
Fólk um allan heim nota hundana í ýmsum tilgangi, s.s villisvínaveiði, sporavinnu, leitar- og björgun, meðferðir, hundafimi, sprengjuleitar, sem varðhundar og margt fleira.
Þó að Dogo Argentino sé bæði tiltölulega ný tegund og sjaldgæf, útilokar það ekki heilsufars vandamál.
Bræðurnir ræktuðu aðeins útfrá bestu dýrunum og reyndu hvað eftir annað að bæta tegundina. Þeir svæfðu þau afkvæmi sem lofuðu engu til ræktunar. Það er ákvörðun ræktanda að leika hlutverk náttúrunnar og fjarlægja veiku einstaklingana og halda þeim sterku. Þeir geta ekki látið tilfinningar ráða úr vali ræktunarhæfa hunda, heldur verða þeir að sjá hvað hver hundur hefur uppá að bjóða. Eru þeir verðugir til að rækta undan, eða ætti að fjarlægja þá úr stofninum.
Eini kvillinn sem fylgir tegundinni sem og öðrum tegundum með hvítan feld, er heyrnaleysi. Þessvegna ættu allir Dogo ræktendur að prófa heyrnina á sínum ræktunardýrum, og forðast að rækta undan þeim sem hafa erft kvillann.
Þó svo að báðir foreldrar séu með góða heyrn, getur það samt komið fram í afkvæmum.


Dogo Argentino nýtur þess að vinna og að þóknast eiganda sínum. Flestir þeirra hafa stöðugt og gott skap og virðast laga sig auðveldlega að mismunandi aðstæðum. Ef þú vilt vinna með Dogo Argentino í hlýðni, verður þú alltaf að hafa í huga að veiðihund sé um að ræða.
Það tók fimmtíu ár fyrir bræðurna að búa til stóra og sterka veiðitegund sem við þekkjum í dag sem Dogo Argentino. Ræktendur í dag verða að halda upprunalegum staðli tegundarinnar í sama fari og áður en ekki breyta henni í sætan, hvítan hund með engan tilgang né vinnuhæfileika.


Útlitsstaðall

Höfuð
Kúpt og hart höfuð frá hnakka að snoppu sem gefur honum sterkan bitkraft.

Andlit
Sama lengd og höfuðkúpan

Augu
Augun eru með góðu millibili og eru dökkbrún, ljósbrún eða „hazel“ lit. Augnumgjörðin á að vera svört eða bleik.

Kjálkar
Vel staðsettir, má ekki vera með skakkt bit. Sterkir kjálkar með stórum og vel staðsettum tönnum.


Nef/Trýni
Trýnið miðar aðeins upp á við, með örlitlu stoppi sem er svipað langt og höfuðkúpan. Nefið er ávallt svart á lit.

Eyru
Eyrun eru hátt sett og eru vanalega stífð til að láta þau standa beint upp í þríhyrning.

Bringa
Breiður brjóstkassi. Sé horft framan á hundinn, verður bringubein að vera fyrir framan olnboga.

Bak
Hátt og sterkt bak.

Fram- og afturfætur
Framfætur eru beinar með stuttum og lokuðum tám. Lengd táa eru í samræmi við fætur með þykkum og grófum þófum sem gera hundinum kleift að ferðast í grófu undirlagi án þess að meiðast.
Afturfætur eru sterkir og vöðvasmiklir með stuttar neglur og lokaðar tær. Sporar eru ekki leyfðir.
Sporar gefa refsistig.


Rófa
Rófan er löng, þykk og hangir niður, en hún má ekki hanga uppfyrir hæklana.
(Rófan nýtist hundinum við að taka vinkilbeygjur á hlaupum og í árásum, þessvegna er hún ekki tekin af).

Feldur
Feldurinn er alltaf hvítur. Blettir af einhverju tagi eru ekki leyfðir. Að undanskildu svokölluðu „pirata“, svartur blettur sem hylur yfirleitt annað augað en má þó ekki hylja meira en 10% af heild hundsins.
Alhvítur hundur er þó eftirsóknarverðari. Fyrrnefndir blettir eru aðeins leyfðir á höfði hundsins.


Hæð: 61-69 cm
Þyngd: 36-45 kg
Líftími: um 10-12 ár
Umhirða: Feldurinn er auðveldur í umhirðu og gefur ekki frá sér „hundalykt“. Hárlos er í meðallagi. Klippa þarf neglur reglulega.

Mynd af Dogo hvolpi með “pirata”


Skapgerð
Dogo Argentino er frábær varðhundur. Hann er tryggur fjölskyldu sinni, leikglaður og skarpur. Hann er góður og þolinmóður með börnum og elskar að fá kossa og knús frá þeim sem hann samþykkir.
Hann er mjög gáfaður og auðveldur í þjálfun, en hann þarf ákveðna jafnt sem blíða meðhöndlun og þjálfun. Dogo er ekki hundur fyrir hvern sem er.
Allir hundar eru einstaklingar og sumir eru meira ríkjandi (dominant) en aðrir og Dogo er meðal ríkjandi tegunda. Með réttu hugarfari getur mest ríkjandi hundur orðið undirgefinn gagnvart hverjum sem er, þó ekki megi misnota það.
Dogo þarf sterkan leiðtoga, einhvern sem er ákveðinn, sjálfsöruggur og samkvæmur. Hann þarf að fylgja reglum húsbónda síns og hann þarf að vita hvað má og hvað má ekki.
Þarsem hundar eru hópdýr, þurfa þeir að vita hvað þeir standa í fjölskyldunni. Fjölskyldan er þeirra hópur og hópurinn hefur aðeins einn leiðtoga, og það þarf að komast hjá því að hundurinn haldi að hann sé leiðtogi hópsins. Hann ræður ekki yfir neinum.
Ef eigandi er ekki nógu virkur og ákveðinn, geta ýmis vandamál komið upp þarsem hundurinn gæti farið að halda að hann þurfi að „taka yfir hópnum“ og verða leiðtogi.
Þjálfun krefst ekki seinna en strax þegar hundurinn kemur inn á heimilið.



Hér er sýnishorn af staðli tegundarinnar sem Dr. Antonio Norez Martinez skrifaði sem voru samþykkt af FCI frá árunum ´73-´99.


Mynd af teikningu af höfuðkúpu Dogo Argentino

Mynd af þróun líkams og höfuðbyggingar Dogo Argentino