Vítamín og steinefni í Sold Gold mat
Beta-Karótín – líkaminn breytir Beta-Karótín í A-vítamín eða eins konar forvítamín. Rannsóknir virðast benda til þess að Beta-Karótín sé öflugt andoxunarefni og geti varið frumur líkamans.
Kólin Klóríð – gegnir mikilvægu hlutverki í uppbyggingu fitu og taugavefja. Kólín er þannig tengt allri starfsem líkamans.
Vítamín E – mikilvægt fyrir efnaskipti kolvetna og fitu, umöndun, vökvajafnvægi, uppbyggingu taugakerfis og eðlilega starfsemi heiladinguls og kynfæra.
Vítamín E er náttúrulegur sindurvari og flýtir fyrir bata sára. Rannsóknir virðast benda til að vítamín E geti átt þátt í fyrirbyggingu hjarta- og æðasjúk-dóma.
Járn Prótein – járnskortur getur valdið skertu mótstöðuafli gegn sjúkdómum, einnig blóðleysi, sleni og vanlíðan.
Vítamín A – mikilvægt fyrir allan frumuvöxt. Mjög nauðsynlegt fyrir húð, slímhúð, bein, tennur og heilbrigða sjón.
Sink – nauðsynlegt fyrir eðlilega skiptingu og starfsemi fruma, ásamt því að hafa góð áhrif á öndun vefja, hvataferli, eðlilegan vöxt og hormónastarfsemi. Sink hefur góð áhrif á húð, þar sem það gegnir mikilvægu hlutverki við myndun kollagens.
Níasín – er mikilvægt fyrir heibrigði blóðrásar og taugakerfis. Það er nauðsynlegt til að vinna orku úr kolvetni, próteini og fitu. Níasín er talið virka sem vörn gegn hjarta- og æðasjúkdóm-um.
Vítamín Riboflavin B2 - nauðsynlegt þar sem það tekur þátt í niðurbroti og nýtingu próteina, fitu og kolvetna. Er einnig mikilvægt í viðhaldi sjónar, húðar, nagla og hárs.
Vítamín Bíotín B – mikilvægt þar sem það hjálpar við efnaskipti fitu, kolhýdrata og amínósýra. Hefur einnig góð áhrif á hárlos, hárvöxt og heilbrigði hárs.
Vítamín B12 – gegnir mikilvægu hlutverki í viðhaldi taugakerfis, þar með talið fruma heilans. Er einnig nauðsynlegt fyrir heilbrigðan vöxt, húð og slímhúð, ásamt eðlilegri blóðmyndun.
Fólinsýra – er nauðsynleg fyrir alla frumuskiptingu. Gegnir einnig mikilvægu hlutverki við myndun blóðkorna og fyrir heilbrigt batakerfi. Er einnig nauðsynlegt til myndunar DNA og RNA. Mikilvægt fyrir hvolpafullar tíkur, þar sem fólinsýra er ómissandi fyrir heilbrigði beina, tanna, vöðva, blóðs og taugafruma.
Vítamín Tíamín B1 – örvar blóðrás og hjálpar til við blóðmyndun, auk þess að auðvelda meltingu kolvetna. Viðheldur heilbrigðri starfsemi taugakeris, hjarta og vöðva. Hefur jákvæð áhrif á þrek, vöxt og matarlyst.
Vítamín Pyridoxine Hydrocloride B6
er nauðsynlegt við efnaskipti fitu og eggjahvítu. Einnig mikilvægt fyrir myndun rauðra blóðkorna, taugaboð og mótefna og er þannig mikilvægt fyrir starfsemi heila og vöðva.
Mangan Prótein – nauðsynlegt fyrir efnaskipti kolvetna, próteins og fitu. Einnig fyrir heilbrigði tauga og ónæmiskerfis, kemur einnig á jafnvægi blóðsykurs.
Menadione - aðstoðar við storknun blóðs og einnig við að halda blóðflögum heilum. Áhrif þess við viðhald og myndun beina gerir það mjög mikilvægt í baráttunni við beinþynningu.
Kopar Prótein – nauðsynlegt til að blóðrauði myndist og vinni eðlilega, er þannig mikilvægt fyrir súrefnisflutning í blóðinu líkt og járn. Er einnig virkur sindurvari í blóði.
Joð – skortur á joði í fæðu getur meðal annars leitt til blóðleysis, sinnuleysis, slens og þess að púls hægir á sér, einnig til of lágs blóðþrýstings og til-hneigingar til offitu.
Kostir loftþéttra umbúða sem Solid Gold notar
·tryggir að næringargildi matarins rýrnar ekki
·engar bakteríur fá að vaxa
·traustari umbúðir
·lengri geymslutími (maturinn er ekki rotvarinn)