Jæja ég og kærasti minn höfum verið að spá í að fá okkur hund og búin að vera að liggja yfir bókum og á netinu til að kynna okkur hinar og þessar tegundir og svona.
Við vorum alltaf rosalega veik fyrir <a href="http://www.islandia.is/~cavalier/“ target=”_blank">Cavalier King Charles Spaniel</a>
Á miðvikudaginn síðasta fórum við svo að skoða hvolpa :-)
Skoðuðum fyrst brúna og hvíta ( Blenheim ) hvolpa og þeir voru gjörsamlega æðislegir !!!
Ég sat á gólfinu og einn hvolpurinn kom fljótlega til mín og hlunkaðist við fæturnar á mér og lá bara þar lúllandi. Svo kom annar sem var ekki alveg eins fljótfær, hann labbaði fyrst til kærasta míns og var aðeins að skoða hann, labbaði svo hringinn í kringum mig, yfir lærið á mér og lagðist hjá systkinu sínu og þar lágu þau 2 lúllandi alveg heillengi eða alveg þar til við fórum :(
Svo fórum við að skoða svarta og brúna ( Black og tan ) og þeir voru líka alveg rosalega sætir. En þar voru bara hundar og við vorum eiginlega búin að ákveða tík svo við ákváðum að taka frekar Blenheim hvolp.
Ég hafði aldrei séð svona hunda áður nema í bókum og á netinu og að sjá þá var rosalega upplifun. Þeir eru alveg gífurlega fallegir og blíðir og ég féll bara gjörsamlega fyrir þeim.
Við fundum got í gegnum Hundaræktunarfélag Íslands. Höfðum samband við Maríu sem er yfirmaður Cavalier deildarinnar og hún gaf okkur símanúmer hjá þeim sem voru með hvolpa.
Við hringdum og lentum í alveg rosalegum yfirheyrslum. Greinilegt að það er alveg yfirfarið hvernig fólk maður er til að hvolparnir fái sem bestu heimili. Sem er náttúrulega frábært mál. Ég vildi bara óska að þetta væri svona með öll dýr !!!!
En allavega tíkin er rúmlega 4 vikna núna og við fáum hana í enda maí :-)
Okkur hlakkar ekkert smá til og erum strax farin að skoða nöfn og fara í gæludýrabúðir að skoða ýmislegt fyrir hana :-)
Kv. catgirl