Sko í fyrsta lagi ertu reyndar ekki að gera týkinni neinn greiða með því að láta hana gjóta, en það er alltaf þitt val (eðlilega). Hjá HRFÍ geturu fengið ýmsar upplýsingar um það hvað þú þarft að gera til þess að hundurinn fái hvolpana skráða í ættbók. Flestar tegundir gera kröfu um mjaðma- og augnavottorð (má ekki vera eldra en 18 mánaða við pörun) og jafnvel axlarvottorð líka (þ.e. hundurinn þarf að fara í röntgenmyndatöku upp á mjaðmalos). Rakkatollurinn getur verið frá fyrsta vali á hvolp, ákveðinni fjárupphæð eða prósentu af verðinu af hvolpinum. Ef þú ert bara með eitt got þarftu ekki að vera “ræktandi” en ef það eru orðin fleiri en tvö þarftu á ræktunarnafni að halda. Ef þú ert að hugsa um að rækta þá myndi ég hiklaust sýna týkina, bara til þess að þú fáir dóm á hana, ef hún fær góðan dóm þá er ekkert sem ætti að halda aftur af þér.