Hundahólfið í öskjuhlíðinni
Ég hef þó nokkru sinni farið í hólfið í Öskjuhlíðinni með hundinn minn, en finnst þetta orðið eitt forarsvæði. Er ekki spurning um að herja á borgar yfirvöld v/komandi kosninga að skaffa okkur hunda eigendum viðunandi hólf, þá meina ég stærri og þar sem undirlagið er vel byggt svo þetta grautist ekki upp í drullu hólf. Ég veit að tilgangurinn með þessum tveimur hólfum er góður og ber það að þakka en ég vil endilega láta amk. skipta um jarðveginn þannig að ég þurfi ekki alltaf að koma í stígvélunum.