Pommar eru ofsalegir karakterar, þeir eru sætastir flottastir og sterkastir (að þeirra eigin mati) sem reyndar kemur þeim oft í vandræði vegna þess að þeir taka hiklaust á móti hund í slag sem gæti étið þá í einum munnbita í staðinn fyrir að viðurkenna að þeir séu ekki sterkastir. þeir gelta flestir mjög lágt en eru samt svolitlir varðhundar og geltarar í sér. þeir voru upphaflega fjárhundar og gelta því svona eins og t.d. íslenski fjárhundurinn en í mun geðfelldari tónhæð :) samt hef alveg heyrt um pomma sem gelta sama og ekkert. þeir þurfa litla hreyfingu en eru samt orkuboltar ef þig langar til að fara í 3 klst göngutúr. ég veit ekki alveg hvort þetta sé hentug tegund með ung börn á heimilinu. þeir eru ofsalega brothættir og geta fótbrotnað við það eitt að hoppa ofan af eldhússtól, þannig að það þarf að passa þá í kringum óvita. líka svolitlir kjölturakkar í sér og vilja vera nafli athyglirnar en þetta gæti vel gengið ef barnið og hundurinn eru alin upp saman. öll börn hafa gott af því að sýna dýrum virðingu og koma ekki fram við þau eins og upptrekkta dúkku sem má skottast með í dúkkó. eins eru pommar á íslandi mjög mis stórir, allt frá 1600 gr örugglega upp í 4-5 kg og það segir sig sjálft að sá sem er lítill og nettur er brothættari :). ég er samt alls enginn pomma sérfræðingur og mynda mér skoðanir út frá pommanum sem mamma mín á og þeim kunningum sem eiga líka pomma. þér er frjálst að lesa áfram ef þú vilt eða sleppa því en ég ætla að koma með smá ræðu um dalsmynni og hvernig hægt er að fá hjálp með val á rétta ræktandanum og rétta hvolpinum ;)
best væri að þú grallarii kynnir þér málin vel sjálfur í staðin fyrir að láta annað fólk hafa áhrif á þig og segja þér til,sumir soldið mikið bara að dissa dalsmynni (ég persónulega er ekki hlynnt þeim en það er bara mín skoðun), en það er gott að hafa það til hliðsjónar að þú sem tilvonandi hundaeigandi og þú sem ætlar þér að eyða 150 þús í eitt stk voffa átt rétt á að fá að sjá aðstöðuna sem voffinn þinn elst upp í frá því að hann fæðist, þú átt rétt á þvi að fá að skoða ættbók og sögu foreldranna og einnig hvernig hvolpurinn þinn hagar sér í systkinahópnum, oft er best að taka ekki minnsta hvolpinn þó hann sé sætastur og heldur ekki stóra freka hvolpinn vegna þess að hann kemur til þín fyrst. þetta er vandasamt verk og ef fólkið hefur ekkert að fela þá leyfir það þér og hjálpar þér með allar þær upplýsingar sem það mögulega getur veitt þér. en það sem er ekki hægt að líta fram hjá er að dalsmynnis ræktunin er ekki viðurkennd af virtum erlendum hundaræktunar félögum. endilega spurðu þau bara út í þetta og tékkaðu svo það sem þau segja. það hlýtur að vera ofsa súrt að eyða 150 þús í gullfallegan hund og mega svo ekkert monta sig af honum, en það eru nú ekki allir að kaupa sér sýningahunda en þú átt heldur ekki að borga 150 þúsund fyrir hund sem er ekki 100% hreinræktaður þó þér þætti eflaust ekkert minna vænt um hann ;) en þú hefur samt tromp í hendi að þú getur leitað þér svo rosalega mikilla upplýsinga á netinu endilega bara búa til spurningalista um allt sem þú vilt vita og trilla á svæðið og svo tékka á netinu hvort hlutirnir sem þau segja standist. enginn ástæða til að gefa einhverjum 150 þúsund beint upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir því ;)
smá listi upp úr enskri bók sem ég á
1. may i see the mother? you should always be able to
2. may i see the father? do not exspect to. the best breeders go outside threir kennels for fathers.
3. where do the pups live? pups raised indoors in a home make better pets than those raised in a kennel.
4. have they been seen by your veterinarian? good breeders have the parents examined before mating and the pups examined before they are sold.
5. when will they be ready to go? six weeks is too soon. twelve weeks is too late. eight weeks is usually just about right.
nokkrir linkar:
http://epuppy.stormloader.com/chpup.html http://www.airedale.org/choosing.html hmm… ok þetta er miðað við airdale terrier en samt mjög góðir punktar um hvað gott er að vita. t.d. eru pommar oft mjög lausir í hnéskeljunum veit ekki til þess að það hái þeim (ekki nógu fróð um það) en vert að athuga það eigi að síður ;). líka góður punktur um það að ábyrgur hundaræktandi vill fá að vita hvað þú myndir gera við hundinn ef þú að einhverjum ástæðum gætir ekki haft hann lengur, myndu þau vera tilbúin að finna nýtt heimili?
kv. Pooh (vona að ég hafi hjálpað eitthvað annars máttu líka alveg senda mér email til að fá sögur af litla bróðir mínum ef þú vilt)