Ég skrifaði grein hérna fyrir neðan um að ég væri í hundaleit. Mikið var spáð í hvað ég ætlaði að gera við hundinn yfir daginn þegar ég væri búin í skóla eftir 2-3 ár og fólk var að hafa áhyggjur af að ég vissi ekki út í hvað ég væri að fara. En fáir komu með þær ráðleggingar sem ég var að vonast eftir, eins og með tegundir, verð og svona….
Þar sem ég er nú úr sveit og hef alist upp með dýrum og er mikil dýramenneskja og er admin á öllum dýraáhugamálunum á huga.is þá held ég að ég geri mér nú alveg grein fyrir þessu og hef nú átt hund í 13 ár fyrir.
En ég rakst á þessa heimasíðu áðan og datt í hug að setja link hingað fyrir aðra verðandi hundaeigendur ;-)
T.d um val á milli tíkur og hundar, hvernig skoða eigi hund áður en keyptur er…
Rosa góð síða. :-) Endilega tékkið á henni <a href="http://www.dyralaeknastofan.is/hundar-linkur.htm">Heimasíða Dýralæknastofunnar Lyngási Garðabæ</a