Ég og kærastinn minn erum að hugsa um að fá okkur hund. Erum búin að vera að skoða á netinu og fá ýmsar ráðleggingar frá fólki. En erum ekki alveg búin að ákveða okkur svo ég var að pæla hvort þið kæru hundaeigendur mynduð vilja deila með okkur ykkar skoðunum ;-)
Við búum í 92 fermetra íbúð, erum með lítinn garð og svo sameiginlegan garð. Búum í fjölbýli svo við erum að leita að hundi sem geltir lítið. Ég er í skóla og læri nánast alfarið heima svo ég er mikið heima.. það gæti þó breyst yfir sumarið.
Ef þið vitið hvar hægt er að fá viðkomandi hunda og hvað þeir kosta þá væri það líka mjög vel þegið. Já og líka ef þið vitið um einhverjar sniðugar heimasíður um hunda :-)
Kær kveðja,
catgirl