Mig langar að fjalla um ræktun.
Ég hef tekið eftir því hvað sumt fólk hneykslar sig á því hvað hreinræktaðir hundar eru óóógeeeðslega dýrir. Þeir ættu helst bara að vera gefins! En það eru ástæður fyrir því að þeir eru ekki gefins. Sumir selja hundana ódýrara en aðrir. Að gefnu tilefni, ef þú ert að hugleiða að kaupa þér hvolp, vandaðu þá valið. Sumir eru bara að þessu til að græða og það er ekki merki um góðann ræktanda. (Heldur ekki sniðugt að kaupa hvolp frá framleiðslubúi sem hefur það að lifibrauði að rækta hunda, þeim fylgir oft heilsukvillar).
Hér eru nokkur kostnaðaratriði fyrir ræktendur:
Augnskoðun, hjartaskoðun, mjaðmaskoðun og skapgerðarmat tíkarinnar kostuðu yfir 20.000
Rakkatollur: 15.000 fyrir pörunina og svo 30.000 á hvolp. (sem sagt 105.000 í heildina)
Ættbók hjá HRFÍ: 9.790
Bólusetning: ég borgaði 6.300 og oft eru 2 bólusetningar innifaldnar í kostnaðinum. (12.600)
Fæði: það er misjafnt hvað fóður kostar, eftir því hve stór tegundin er og hvaða fóður er notað. Í mínu tilviki kostar pokinn (3 kg) 3.800 kr. og fóru 2 pokar á 4 vikum. (í 3 hvolpa)
Gotkassi: efnið í hann kostaði sitt.
Pissudúkar og nagleikföng eru ekki ódýr.
Það fylgdu árstryggings hjá Vís með hvolpunum sem er um 13.000 kall.
Ormahreinsunin var gerð með bólusetningunni og ég var rukkuð eitthvað um það.
Kostnaðurinn (3 hvolpar) var yfir 300.000 kall.
Svo þarf alltaf að hafa í huga að eitthvað getur farið úrskeiðis. Einn hvolpurinn gæti þurft aðgerð sem getur kostað tugi þúsund krónur.
Ég er pottþétt að gleyma einhverjum atriðum en svo má ekki gleyma að fyrstu 2-3 vikurnar þarf að fylgjast stíft með hvolpunum og mömmunni. Tíminn og vinnan sem fer í þetta er endalaus.
En góður ræktandi er ekki að þessu til að græða.
Ef þú hefur ekki áhuga á ræktuninni, ekki gera það. Og ekki gera það bara afþví hundurinn þinn er svo falleg og yndisleg, að þig langar í aðra alveg eins, því engir tveir hundar eru aaalveg eins.